Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á sunnudaginn kemur, 21. apríl, með tveimur leikjum. Knattspyrnusérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Helena Ólafsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir fóru yfir spá íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tíu sem leika í Bestu deildinni í ár.