Evert Víglundsson er þjóðþekktur sem einn af þeim fremstu í hreysti- og heilsuþekkingu hér á landi. Evert hefur kynnt íslendinga fyrir mörgum nýjungum þegar kemur að heilbrigðu líferni og var fyrstur með Crossfit, Bootcamp og nú Hyrox. Evert er fyrirmynd í leik og starfi en hann settist niður með Kristínu Sif og sagði frá því sem hann hefur fengist við í gengum tíðina og einnig spennandi nýjung sem er framundan hjá honum.