Nýkjörinn biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir ræðir lífið og tilveruna ásamt trúnni í þætti dagsins. Hún tekur formlega við embætti í byrjun júlí en vígslan verður í september. Séra Guðrún trúir á kraftaverk og hefur orðið vitni að slíku. Þá vill hún efla þjóðkirkjuna og að allir sem eru í henni og að þessu fjölmennasta samfélagi landsins beri höfuðið hátt. Hún ætlar að færa biskupsembættið nær þjóðinni og ætlar sér að setja upp skrifstofu í hverjum landshluta í eina viku á hverju ári. Hún hleypur maraþon reglulega og hefur gaman af að prjóna og lesa glæpasögur.