Þetta var fullkominn endir

Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson urðu Evrópubikarmeistarar í handknattleik með Val á dögunum eftir dramatískan sigur gegn Olympiacos í vítakeppni í Aþenu en þeir ákváðu báðir að leggja skóna á hilluna eftir leikinn. Alexander og Vignir ræddu við Bjarna Helgason um ævintýrið í Aþenu, handboltaferilinn og lífið eftir handboltann.