Ætla að bjóða lægsta verðið

Ný lágvöruverðsverslun verður opnuð um miðjan þennan mánuð. Hún nefnist Prís og er stýrt af fyrrum framkvæmdastjóra Krónunnar. Fyrirheitið er að bjóða lægsta verðið á því sem fólk þarf til heimilisins.