„Allir eiga tvö líf en það seinna hefst þegar þú fattar að þú átt raunverulega bara eitt líf,“ segir markþjálfinn Baldvin Jónsson í Dagmálum í dag. Baldvin, sem gjarnan er kallaður Baddi, hefur síðustu ár aðstoðað fólk við að leita nýrra leiða í að styrkja sig, auka afköst sín og árangur og skapa sér ný tækifæri í leik og starfi með því einu að skipta um viðhorf.