Tíðni kulnunar líklega lægri en margir halda

Guðrún Rakel Eiríksdóttir og Berglind Stefánsdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK, segja breytt viðhorf á vinnu og heilsufari geta skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Þjónustu VIRK segja þær nú þegar hafa haft jákvæð áhrif á tíðni kulnunar hér á landi, sem þær telja þó vera lægri en margan grunar þrátt fyrir töluverða eftirspurn.