Körfuknattleikskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna í sumar eftir farsælan feril en hún er einungis 27 ára gömul. Dagný ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Hveragerði, háskólalífið í Bandaríkjunum, leikmanna- og landsliðsferilinn og lífið eftir körfuboltann.