Kristján Halldór Jensson er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag. Í þættinum segir hann frá ótrúlegu lífshlaupi sínu frá því hann bjó á götunni sem barn, ánetjaðist fíkniefnum, beitti ofbeldi og afplánaði fangelsisdóm, til þess hvernig hann náði að snúa lífinu sínu við fyrir tæplega fimm árum.