Dýrmæt tengsl á milli manna

Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu með sigri gegn Víkingi úr Reykjavík í lokaumferð Bestu deildarinnar í Fossvoginum á dögunum. Höskuldur ræddi við Bjarna Helgason um leiðina að Íslandsmeistaratitilinum, æskuárin í Kópavogi, leikmanna- og landsliðsferilinn og framtíðina í boltanum.