Menntamálin fengu ekki nægilega athygli núverandi menntamálaráðherra og er nú ljóst að ekki mun takast að samþykkja þau frumvörp sem ráðuneyti hans hefur unnið að síðustu mánuði áður en Íslendingar ganga til kosninga á ný. Þetta kemur fram í máli þingkvennanna Bryndísar Haraldsdóttur og Þorbjargar Gunnlaugsdóttur í Dagmálum þar sem menntamálin voru rædd.