Presturinn sem bjó á götunni sem barn

Díana Ósk Óskarsdóttir prestur á Landspítalanum, faglegur handleiðari og teymisstjóri stuðningsteymis starfsfólks spítalans hefur marga fjöruna sopið á 54 ára lífsleið sinni. Í uppvextinum bjó Díana við erfiðar heimilisaðstæður sem höfðu mótandi áhrif á líf hennar. Þegar Díana var aðeins 11 ára gömul flutti hún að heiman og bjó á götunni í Reykjavík. Þrautseigja hennar og seigla komu henni á þann stað sem hún er í dag, fimm háskólagráðum ríkari og í starfinu sem hún upplifir að sé sniðið að sér eða hún að því.