Bjargaði lífi Gunnars að kransæðin losnaði frá hjartanu

Gunnar Smári Jónbjörnsson sjúkraþjálfari og Lilja Kjartansdóttir unnusta Gunnars og stærðfræðikennari eru viðmælendur Kristínar Sifjar. Gunnar Smári veiktist alvarlega þegar meðfæddur hjartagalli gerði vart við sig með þeim afleyðingum að Gunnar Smári var sendur í bráðahjartaaðgerð, haldið sofandi í viku og er minnislaus í mánuð eftir áfallið. Þau deila sögu sinni af áfallinu og endurhæfingunni í þessum nýjasta Dagmálaþætti.