„Mig dreymir um að geðrækt verði hluti af grunnskólakerfinu,“ segir Guðný Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Bataskólanum og gestur þáttarins í dag. Þar ræðir hún meginhlutverk Bataskólans sem vinnur markvisst að því að bæta geðheilbrigði einstaklinga sem glímt hafa við geðrænar áskoranir og aðstandendur þeirra með skilvirkri fag- og jafningjafræðslu út frá batahugmyndafræði.