Áhættuatriðin fara sífellt stækkandi

Bráðlega verða bresku þættirnir King and conqueror teknir til sýninga en þar höfðu systkinin Ingibjörg Helga og Jón VIðar Arnþórsbörn umsjón með stórum áhættu- og bardagaatriðum. Undanfarin ár hafa þau í gegnum fyrirtæki sitt Icelandic stunts tekið að sér sífellt stærri verkefni í kvikmyndageiranum. Þau fara yfir það í Dagmálum með útvarpskonunni Kristínu Sif.