Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúar eru gestir Dagmála í dag. Þórdís Lóa er frelsinu fegin og spennt fyrir því að vera í minnihluta. Þau segja mikinn samhljóm vera með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Í þættinum eru borgarmálin í forgrunni. Farið er yfir atburði þá er leiddu til meirihlutaslita og rauðu flöggin sem blöstu við í aðdragandanum. Þá eru væntingar til nýs meirihluta ræddar og ekki síður nýs minnihluta. Athugið að þegar þátturinn var tekinn upp var nýr meirihluti enn í burðarliðnum, en tilkynnt var um myndun hans síðar sama dag.