Tvöföldun veiðigjalda mun hafa sín áhrif, ekki aðeins á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig koma við kvikuna á sveitarfélögum og samfélögum við sjávarsíðuna. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, eru í forystu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og fara yfir óvænta stöðu.