Þingmennirnir Þórarinn Ingi Pétursson og Jens Garðar Helgason eru gestir Andreu Sigurðardóttur í dag. Þáttur dagsins er á léttum nótum, þar sem skyggnst er á bakvið tjöldin og farið yfir skemmtilegri hliðar alþingisstarfa sem blasa ekki við almenningi. Þingsköp, jómfrúarræður, kökuát þingmanna, leyndardómsfullar veislur og sérvitrasti þingmaðurinn eru á meðal þess sem kemur við sögu og oftast nær er stutt í hláturinn.