Gestur Magneu Marínar Halldórsdóttur í Dagmálum dagsins er Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, sem gekk nýverið að grunnbúðum Everest-fjalls. Í þættinum ræðir hún m.a. undirbúning ferðarinnar, menninguna í Nepal, matinn og stemninguna í svokölluðum „tehúsum“ og sín bestu ráð fyrir þá sem dreymir um álíka gönguferðir.