Allir veiðiþjófarnir fóru í eftirlitið

Gestur Dagmála er hreindýraleiðsögumaðurinn Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Siggi hefur veitt hreindýr í hálfa öld og síðari hluta þess langa ferils aðstoðað veiðimenn. Áður en til þess kom var hann stórtækur veiðiþjófur ásamt bræðrum sínum og telst honum til að þeir hafi fellt um fimm hundruð dýr í leyfisleysi. Hann er orðinn 67 ára og telur sig eiga eftir hátt í tvo áratugi í leiðsögninni. Siggi er eilífðar sjálfstæðismaður og hefur aldrei kosið annað og mun halda því áfram þar til hann drepst. Siggi fer aldrei út úr húsi öðruvísi en að vera með hníf í beltisstað og gildir einu þó að hann heimsæki höfuðborgina. Hnífinn skilur hann ekki við sig og mætti að sjálfsögðu með hann í stúdíó Dagmála.