Í Hungurleikunum berjast unglingar til síðasta manns. Bækurnar - og nú kvikmyndin - njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim. Ungir aðdáendur sem Mbl Sjónvarp ræddi við sögðust þó ekki geta hugsað sér að beita ofbeldi ef þeir þyrftu sjálfir að keppa. En hvað er svona heillandi við Hungurleikana?