Borgarstjórinn hoppaði út í laug í jakkafötunum (myndskeið)

Uppskeruhátíð fyrri keppnishelgi Reykjavíkurleikanna og sundlaugapartý var haldið í Laugardalslauginni í gærkvöldi. Borgarstjórinn í Reykjavík mætti á svæðið, afhenti verðlaun og ávarpaði gesti. Í lok ræðunnar sagðist hann ætla að láta verða af nokkru sem hann hefur lengi dreymt um að gera og svo hoppaði hann út í laugina í öllum fötunum eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði við mikinn fögnuð viðstaddra.