Hér kemur inn seinni Símaklefi dagsins, en þar spila rokkararnir í Dimmu lag sitt „Þungur kross“. Svo virðist sem Airwaves hátíð ársins sé nokkuð rokkaðri en hún hefur verið undanfarin ár og er því hér um að ræða rétta sveit á réttum tíma. Dimma kemur fram eftir tæplega klukkutíma í Norðurljósasal.