Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson flutti kraftmikinn fyrirlestur á ráðstefnu Reykjavíkurleikanna á mánudag sem áhorfendur létu vel af. Hann sagðist stoltur af því að vera Íslendingur og að hér væri öflugt fólk sem gæti náð enn meiri árangri. Vésteinn sagði að við Íslendingar ættum að hætta að vera með minnimáttakenda útaf höfðatölu og setja heldur meiri peninga í íþróttirnar.