Við hjá Aurbjörgu gerum okkur fulla grein fyrir því að fjármál geta bæði verið flókin, kvíðavaldandi og krefjandi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við bjuggum til Aurbjörgu! Aurbjörg er hönnuð með það markmið að gefa þér betri yfirsýn yfir fjármálin þín og hjálpa þér að taka upplýstari og betri fjárhagslegar ákvarðanir.
Í síðustu viku fór Tinna Björk Bryde, viðskiptaþróunarstjóri hjá Aurbjörgu, yfir bestu og lökustu kjör húsnæðislána. Í þessari viku verður endurfjármögnun húsnæðislána í forgrunni en lánakjör húsnæðislána breytast í sífellu og því aldrei að vita hvort lánaumhverfið sé þér í hag þessa stundina og kjörin betri en þegar þú tókst lánið í upphafi.