Aurbjörg

Við hjá Aurbjörgu gerum okkur fulla grein fyrir því að fjármál geta bæði verið flókin, kvíðavaldandi og krefjandi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við bjuggum til Aurbjörgu! Aurbjörg er hönnuð með það markmið að gefa þér betri yfirsýn yfir fjármálin þín og hjálpa þér að taka upplýstari og betri fjárhagslegar ákvarðanir.

Taktu fulla stjórn á fjármálunum þínum

Áfram heldur Tinna Björk Bryde, viðskiptaþróunarstjóri hjá Aurbjörgu, að fara yfir leiðir sem geta gagnast þér við að bæta fjárhaginn. Í myndskeiðinu hér að ofan gefur Tinna fimm hagnýt ráð sem koma til með að auðvelda þér sparnaðinn og auka við ráðstöfunarfé heimilisins í leiðinni.