Við hjá Aurbjörgu gerum okkur fulla grein fyrir því að fjármál geta bæði verið flókin, kvíðavaldandi og krefjandi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við bjuggum til Aurbjörgu! Aurbjörg er hönnuð með það markmið að gefa þér betri yfirsýn yfir fjármálin þín og hjálpa þér að taka upplýstari og betri fjárhagslegar ákvarðanir.
Spurningin „hvað á ég að gera við sparnaðinn minn?“ er mörgum hugleikin um þessar mundir. Sumir velta því fyrir sér hvort það sé betra að leggja sparnaðinn inn á sparnaðarreikning í banka eða jafnvel greiða hann inn á húsnæðislánið. Það eru í raun margir valmöguleikar sem hér verða skoðaðir betur. Í myndskeiðinu hér að ofan kafar Tinna Björk Bryde, fjármálasnillingur hjá Aurbjörgu, djúpt ofan í málið og gefur þér ráð sem eiga eftir að koma að gagni um ókomna tíð.