Jón Víðis Jakobsson, dáleiðari og töframaður, segir að mörg vandamál og heilsufarskvilla megi bæta með dáleiðslu. Segir hann mýmörg dæmi til um að fólki hafi tekist að sigrast á fælni og ótta, sígarettulöngun, svefnröskunum, auk kvíða og þunglyndis með aðstoð dáleiðslu.