Duna hristi upp í landsmönnum

„Ég gæti nefnt þessa mynd af Eddu Björgvinsdóttur í hlutverki Vigdísar Finnbogadóttur í áramótaskaupinu 1994. Þetta var atriði sem þar sem Vigdís Finnbogadóttir var að panta fjórar heimsendar pítsur með einhverju alþjóðlegu ofanáleggi, helst frönsku. Það er til marks um breyttan tíðaranda að þetta vakti töluvert fjaðrafok í fjölmiðlum og þótti þetta ógeðfelld aðför að forsetanum og forsetaembættinu,“ segir Kristín Svava.