Fréttir Fimmtudagur, 27. júní 2024

Héraðsdómi gert að taka mál Péturs Jökuls fyrir

Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa máli Péturs Jökuls Jónssonar frá dómi. Héraðsdómi ber því að taka málið til meðferðar. Meira

Árvakur Aðgangur að mbl.is frá Evrópu og Norður-Ameríku er opinn á ný.

Áhrif netárásar á miðla Árvakurs

Miðlar Árvakurs fyrir stórfelldri netárás tölvuþrjóta um liðna helgi, sem hefiur haft víðtæk áhrif á starfsemi þeirra. Meira

Töluvert tjón vegna vatns

Eldur kom upp á veitingastaðnum Intro við Katrínartún í Reykjavík um hádegið í gær. Húsnæðið var rýmt í skyndi, en mikill eldur sást blossa upp úr kjallara sem barst upp á jarðhæð. Meira

Naloxon ekki í lausasölu í bráð

Lyf sem getur dregið úr dauðsföllum í kjölfar ofneyslu ópíóíða ekki í lausasölu • Forstjóri Lyfjastofnunar telur fulla þörf á lyfinu í lausasölu á Íslandi • Strandar á samningsskuldbingingum Meira

RÚV Farið hefur verið yfir öryggisráðstafanir síðustu daga.

Sýn og RÚV fara yfir verkferla

Sýn hefur virkjað þverfaglegt teymi sérfræðinga til að fara yfir hvort hættu sé að finna í kerfi Sýnar í kjölfar netárásarinnar sem Árvakur varð fyrir síðastliðna helgi. Ríkisútvarpið hefur einnig farið yfir sínar netöryggisráðstafanir. Meira

Spánn Nýr togari Þorbjarnar, Helga Björnsdóttir GK, er tilbúinn og verður 
afhentur kaupendum í lok næsta mánaðar. Verður Helgu þá siglt heim.

Fá nýjan togara í júlílok

Hulda Björnsdóttir GK í prófunum á Spáni • Þorbjörninn með mannskap ytra • Uppstokkun í útgerð Meira

Týr og Ægir enn við land

Gömlu varðskipin Týr og Ægir hafa að undanförnu dólað í Faxaflóa, og nú síðast sást til þeirra úti fyrir Brimnesi við Kjalarnes. Meira

Hafa hert eftirlit með vasaþjófum

Vasaþjófnaður hefur færst í vöxt á helstu ferðamannastöðum Íslands, sem hefur leitt til aukinnar áherslu á forvarnir innan ferðaþjónustunnar. Meira

Lengra varðhald í stóru fíkniefnamáli

Gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem handteknir voru í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir lögreglu var framlengt fyrr í mánuðinum. Meira

Urriðaholt Svona munu íbúðirnar líta út sem ÞG Verk er að reisa við Grímsgötu í Urriðaholtinu en allar íbúðir hafa nú þegar verið seldar.

Flestar nýju íbúðanna hjá ÞG Verki hafa verið seldar

ÞG Verk hefur selt 269 af 295 íbúðum á þremur reitum • Grindavík hefur áhrif Meira

Húsavík Norðurþing hefur ákveðið að fjölga lóðum til íbúðabygginga.

Sex lóðum úthlutað á Húsavík

Norðurþing hyggst nota sex lóðir á Húsavík fyrir nýbyggingar íbúðarhúsnæðis. Meira

Dagmál Jóhann Páll og Karítas

Ekkert óskýrt í útlendingastefnunni

Jóhann Páll Jóhannson og Karítas Ríkharðsdóttir í Dagmálum Morgunblaðsins Meira

Uppbygging Nýtt hverfi kringum Borg í Grímsnesi er að rísa og mun það á endanum líta svona út fullbyggt.

Fólk hefur áhuga á að búa í sveitinni

Nýr þéttbýliskjarni að rísa við Borg í Grímsnesi • Gert er ráð fyrir 79 lóðum með 160 til 260 íbúðum Meira

Þórunn Sveinbjarndardóttir

Efast um breytingar á kosningalögum

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, tekur undir með Ástríði Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra landskjörstjórnar, að fræða þurfti almenning betur um hvað geri kjörseðla ógilda. Meira

Flugstjóri Með flugvellinum skapast þær teningar út á land sem Reykjavík þarf svo hún sé raunveruleg höfuðborg, segir Jóhann meðal annars hér í viðtalinu. Í stofunni heima þar sem er veggmynd af DC 6

Þekking á landinu mikilvæg

Jóhann Skírnisson á leið inn til lendingar eftir langan feril í innanlandsfluginu • 18.250 tímar í loggbók • Vopnafjörður, Grímsey og Grænland • Alltaf þarf undankomuleið • Plan A, B og C Meira

Staðan í apríl Búið var að setja upp útveggi á vestustu einingunni, eða fingrinum.

Uppsetningu útveggjanna miðar vel

Fyrsta veggjaeining við Nýja Landspítalann sett upp 1. desember í fyrra • Einingar komnar á tvo hluta hússins • Verið er að setja upp einingar á miðhluta hússins en ljúka á verkinu í byrjun næsta árs Meira

Bátsleifar Erfitt er að segja til um aldur naustsins í verbúðum á Höfnum á Skaga. Við erum að skjóta á að það sé frá 16.-17. öld, segir Ásta í viðtalinu.

Fyrstu minjar um bát í nausti

Tímamótafundur • Bátaleifar fundust á Höfnum á Skaga • Leifarnar líklega frá 16. eða 17. öld • Mikið sjávarrof haft áhrif á minjar • Stór hvalbein í veggjum • Leita eldri minja í verbúðunum Meira

Árbæjarsafn Halldóra Björg starfar við móttöku gesta sem sækja safnið heim og svarar flestu sem spurt er um.

Vinnukonufötin vekja athyglina

„Einhver algengasta spurning krakkanna sem hingað koma er sú hvort ég sjálf hafi verið til í gamla daga. Umhverfið hér vekur mikinn áhuga barnanna og hughrifin eru greinilega mjög sterk,” segir Halldóra Björg Haraldsdóttir Evensen. Meira

Í eldhúsinu Kvenfjelagasamband Íslands vildi létta húsmæðrum störfin.

Heimilisvélar, híbýlaskipan og áfengisbölið

Merkar samþykktir á sjöunda landsþingi Kvenfjelagasambands Íslands • Alþingi og ríkisstjórn brýnd til góðra verka • Áfengisbölið mikið áhyggjuefni • Stefán Íslandi í sumarfríi á landinu Meira

Tímamót Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og verðandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), heilsar forvera sínum Jens Stoltenberg (t.h.). Rutte er sagður vera sterkur leiðtogi og réttur kostur.

„Sterkur leiðtogi“ tekur við NATO

Mark Rutte er sagður „rétt val“ fyrir Atlantshafsbandalagið • Bandalagið er og verður hornsteinn í okkar sameiginlega öryggi, segir Rutte • NATO verður áfram óvinur Rússlands, segja Kremlverjar Meira

Flugtak Eldri maður fylgist með eldflaug Norður-Kóreu á sjónvarpsskjá.

Eldflaug Norður-Kóreu sprakk á flugi

Vísindamenn í Norður-Kóreu skutu á loft langdrægri eldflaug og sprakk hún á flugi yfir opnu hafi. Meira

Kominn aftur heim til Ástralíu

Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, er nú kominn aftur heim til ástvina í Ástralíu eftir 14 ára fangelsi. Viðurkenndi hann að hafa birt trúnaðargögn með ólögmætum hætti og fékk þess í stað frelsi sitt á ný. Meira

Skipulag Ákvörðun um Sundabraut mun hafa áhrif á framtíðarskipulag 
Sundahafnar, að mati Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna.

Skýrsla um Sundahöfn tekin til skoðunar

Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Portwise vann fyrir Eimskip um framtíðarskipulag Sundahafnar verða tekna til skoðunar. Ekki liggi á að taka ákvörðun fyrr en skipulagsyfirvöld taki ákvörðun um Sundabraut. Meira