Fréttir Föstudagur, 12. júlí 2024

Tillaga um arð samþykkt

Orkuveita Reykjavíkur greiðir 6 milljarða arð á árinu • Samþykkt í borgarráði gegn atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins • Greiða út 94% af hagnaði fyrra árs Meira

Ásbyrgi Búist er við miklum mannfjölda á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi um helgina, en þar er spáð sólskinsveðri og miklum hita í vikulokin.

Flykkjast norður og austur í sól

Veðurspáin á Norður- og Austurlandi með besta móti • Hiti fer upp í 25 stig á Egilsstöðum á sunnudag • Tjaldsvæðin í Ásbyrgi og á Egilsstöðum eru orðin fullbókuð um helgina • Búa sig undir helgina Meira

Merking Marcela Slobodaniuc, Arnór Þórir Sigfússon, Hólmfríður Jakobsdóttir og Álfur Birkir Bjarnason hjálpast að við að merkja fuglana.

Mikill veldisvöxtur helsingja á Íslandi

10 þúsund helsingjar hér • Merkingar á Suðurlandi Meira

Sakborningar Skipstjóri og stýrimaður játuðu báðir sök í málinu.

Skipstjóri og stýrimaður játa sök

Skipstjóri og stýrimaður flutningaskipsins Longdawn hafa játað þá sök að hafa yfirgefið mann í sjávarháska eftir árekstur við strandveiðibátinn Höddu HF 52. Mennirnir eru báðir rússneskir ríkisborgarar Meira

Vinsælt bakarí fer austur fyrir læk

Brikk bakarí verður brátt opnað við Háteigsveg þar sem Austurbæjarapótek var áður • Loka bakaríi í Vesturbænum • Lægri rekstrarkostnaður í minna húsnæði og með færra starfsfólki • Færir líf í hverfið Meira

Flestir hálendisvegir opnir fyrir umferð

Opnað var fyrir umferð um Eyjafjarðarleið og Dragaleið í gær og er það ívið seinna en meðaltalsáætlun Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir. Flestir hálendisvegir eru nú opnir fyrir umferð. Stefnt var á formlega opnun síðasta leggsins á sunnanverðu… Meira

Seyðisfjörður Margir snældusnúðar hafa fundist í uppgreftrinum.

130 perlur og 46 snældusnúðar

Fornleifauppgreftri í Seyðisfirði að ljúka • Fjöldi muna í skála frá 10. öld Meira

Halldór B. Jónsson

Halldór Ben Jónsson, fv. formaður knattspyrnudeildar Fram og fv. varaformaður KSÍ, lést 9. júlí síðastliðinn eftir erfið veikindi, 75 ára að aldri. Halldór fæddist 6. desember 1948. Foreldrar hans voru Jón Helgason frá Miðhúsum í Gnúpverjahreppi og Ingunn Halldórsdóttir frá Skaftholti í sömu sveit Meira

Línulögn Búist er við að línan verði komin í gagnið haustið 2025.

Vinna við Suður- nesjalínu 2 að hefjast

Búið að semja við 96% landeigenda • Eignarnám heimilað hjá öðrum Meira

Vísindi Stóra breytan í þessu öllu er sú að nú er hlutfall aldraðra í íslensku þjóðinni að aukast, segir Sigríður Gunnarsdóttir hér í viðtalinu.

Krabbameinsgreiningum fjölgi

Þjóðin að eldast og flókið samspil erfða og umhverfis eru ráðandi þættir • Nýjar greiningar hvers árs gætu orðið um 2.900 árið 2040 • Stórir árgangar eftirstríðsáranna koma á óvart • Margir áhættuþættir Meira

Forseti Guðni Th. Jóhannesson lætur af embætti 31. júlí.

Hinsta heimsókn Guðna

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heldur í sína síðustu opinberu heimsókn innanlands um helgina. Förinni er heitið til Árneshrepps á Ströndum dagana 12. til 14. júlí, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu forsetans Meira

Kveðjuathöfn Lilja og Gerard Pokruszynski í sendiráðinu sl. þriðjudag.

Móðurmálið mjög mikilvægt

Menningarráðherra fagnar samstarfi Póllands og Íslands í menntamálum • Kunnátta í móðurmáli efli stöðu barna af erlendum uppruna á Íslandi Meira

Mál stökkvarans til héraðssaksóknara

Máli flóttamanns frá Írak sem gerði sig líklegan til að stökkva fram af áhorfendapöllum Alþingis og ofan í þingsalinn fyrr á þessu ári hefur verið vísað til héraðssaksóknara. Atburðurinn átti sér stað þegar verið var að ræða útlendingafrumvarp… Meira

Aðeins Íslendingar voru í bílunum

Sjö slösuðust eftir tveggja bíla árekstur á Holtavörðuheiði á miðvikudag. Þar af er einn alvarlega slasaður og sex aðrir með minni áverka. Allir sjö sem voru í bílnum eru Íslendingar, segir Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins Meira

Stórtjóni var afstýrt

Eldur kviknaði í turnspíru dómkirkjunnar í Rouen í Frakklandi í gær en að sögn slökkviliðs borgarinnar tókst að ná tökum á eldinum um tveimur tímum síðar og forða því að hann breiddist út og ylli frekara tjóni Meira

Pútín? Volodímír Selenskí Úkraínuforseti var í gærkvöldi kynntur sem „Pútín forseti“ af Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sem svo leiðrétti sig.

Vill fá að verjast Rússum betur

Selenskí biður NATO-ríki um að aflétta takmörkunum á því hversu langt Úkraína má varpa sprengjum • Úkraínumenn fengu ekki skýr svör við aðildarumsókn sinni • Annasömum leiðtogafundi lokið Meira

Frambjóðendur Donald Trump og Joe Biden í kappræðum í júní.

Meirihluti vill að Biden hætti við

Rúmlega helmingur demókrata í Bandaríkjunum telur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birt var í gær, að Joe Biden Bandaríkjaforseti eigi að hætta við framboð sitt til endurkjörs forseta í ljósi slakrar frammistöðu hans í kappræðum við… Meira

Kjötafurðastöðvar Samtök verslunar og þjónustu ætla að láta reyna á hvort of langt hafi verið gengið með lögfestingu undanþága afurðastöðva.

Samtök verslunar og þjónustu kvarta til ESA

Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, hefur samþykkt að kvarta til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, yfir nýsamþykktum breytingum á búvörulögum. Gert er ráð fyrir að kvörtunin verði send stofnuninni fyrir sumarlok Meira

Híft Vinnan er krefjandi og einbeitingin þarf að vera fullkomin, segir Aðalgeir sem hér sést við stjórnvölinn.

Aðalgeir situr í Báru

Kranamaður við Sundahöfn í hæstu hæðum • 130 tröppur eru ekkert mál • Mikilvægt er að létta á sér Meira