Fréttir Miðvikudagur, 7. ágúst 2024

Flugstöð Keflavíkurflugvöllur.

Einkavæða alþjóðaflugvelli

Rannsóknir benda til þess að ávinningur sé af einkavæðingu Meira

Snoðlíkt Sárið eftir aurskriðuna suðaustan við Skíðaskálann í Hveradölum er mjög áþekkt skálarlaga leirflagi ofan við gufuhverinn vestan við það.

Hvellsauð í gufuhvernum

Aurskriða opnaði bullsjóðandi yfirborðið • Atburðarásin líklega tekið mínútur fremur en sekúndur • Álíka landform ofan við annan gufuhver nærri skriðunni Meira

Kaffi Starbucks-kaffihús í New York. Opna á slíkt kaffihús hér.

Stefna á opnun fyrri hluta árs

Berjaya Food International (BFI) stefnir að því að opna Starbucks-kaffihús á Íslandi fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í svari BFI við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eins og fram kom í umfjöllun mbl.is um helgina hefur BFI tryggt sér rekstrarréttinn á Íslandi, í Danmörku og Finnlandi Meira

Hafís Mikið var um hafís í hvalaleitarleiðangri Bjarna Sæmundssonar við Austur-Grænland í júlí. Alls voru skráðir 4.000 hvalir í leiðangrinum.

Skráðu fjögur þúsund hvali

Í heildina voru um 4.000 hvalir skráðir í hvalatalningarleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem lauk nú í byrjun ágúst. Úrvinnsla gagna er hafin að sögn Guðjóns Más Sigurðssonar, sjávarlíffræðings hjá Hafrannsóknastofnun Meira

Víðtæk leit Leitin við Kerlingarfjöll stóð yfir í tæpan sólarhring og komu 264 björgunarsveitarmenn frá Suður- og Norðurlandi að henni.

Neyðarboðið var líklegast falsboð

Umfangsmikilli leit, sem stóð yfir í tæpan sólarhring við Kerlingarfjöll að tveimur einstaklingum sem taldir voru hafa lokast inni í helli eða sprungu, var hætt á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir að grunur kom upp að um falsboð hafi verið að ræða Meira

Samgöngur Forstjóri Vegagerðarinnar fagnar umræðunni um samgöngumál. Segir hún peninga vanta í kerfið og eðlilegt að leitað sé lausna.

Segir skort hafa verið á úrræðum

Forstjóri Vegagerðarinnar fagnar umræðu um samgöngumál • Leggja þarf meira í viðhald og uppbyggingu • Finna þarf lausnir • Vegagerðin yrði einnig vel hæf stofnun í öðru rekstarformi Meira

Síldarkaffi Staðurinn var opnaður á laugardag við heimilislega viðhöfn.

Síldin í fyrirrúmi á nýju kaffihúsi

„Þetta gekk mjög vel. Þetta hefur verið draumur lengi að opna svona safnkaffihús á Síldarminjasafninu og geta þá fyrst og fremst boðið upp á síld, sem skortir víða á Íslandi,“ segir Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði Meira

Tjón Jökulhlaupið olli miklu tjóni. Fylgdi hlaupið farvegi Leirár sem breyttist fyrir mörgum árum og varað hafði verið við að gæti haft mikil áhrif.

„Snerist um krónur og aura“

Fyrrverandi héraðsfulltrúi Landgræðslunnar segir mikla umræðu hafa verið um framkvæmdir við Leirá • Ein tilraun gerð sem entist stutt • Landgræðslan hefði aldrei ráðið við svo stóra framkvæmd Meira

Skólamál Ráðherra segir breytingar valda því að skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum tefjist.

Bera fyrir sig breytingar og nýja stofnun

Ráðuneytið ekki lagt fram skýrslu í rúm fimm ár • Á að leggja fram skýrslu á þriggja ára fresti l  Drög liggja fyrir í ráðuneytinu og eru höfð til hliðsjónar l  Er á þingmálaskrá fyrir haustið 2024 Meira

Skeldýrarækt Kortið sem fylgdi með umsókn Northlight Seafood ehf.

Vilja rækta bláskel í Önundarfirði

Fyrirhuguð ræktun með flekum l  Ísafjarðarbær gerði ekki athugasemd Meira

Þyrla Flest útköll þyrlusveitar gæslunnar eru yfir hásumarið.

Stefnir í metfjölda útkalla í ár

Þegar útköll síðustu þriggja mánaða eru skoðuð sést að þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti 31 útkalli er varðar útivist og frístundir. Slík útköll hafa nær öll verið í júní og júli, en aðeins tvö þeirra voru í maí Meira

Hveraleir Þráinn við skriðuna sem tók úr hlíðinni um miðjan júlí.

Gufuvirkni og úrkoma olli skriðu

Gufusprenging kom skriðunni ekki af stað • Gufuhverinn bullsauð svo leirinn þeyttist í allar áttir • Skriðan fór ekki hratt yfir • Gufuvirkni í Hveradölum að breytast • Kunnuglegt landslag Meira

Tónlistarhátíð Fjölbreyttir tónlistarmenn stíga á svið og skemmta gestum og eyjaskeggjum á veitingastaðnum á Hótel Flatey.

Stuð og stemning á sumarhátíð í Flatey

Alls konar tónlistarmenn • Gamaldags sveitaball með SKE • Skemmta eyjarskeggjum og hótelgestum • Fleiri tónleikar í ár en áður • Harmonikkuball • Lokatónleikar haldnir 14. ágúst Meira

Fagna Mótmælendur veifa fána Bangladess í höfuðborginni Dakar.

Nóbelsverðlaunahafi vill leiða Bangladess

Þing landsins leyst upp • Stjórnarandstaðan krefst kosninga strax Meira

Frambjóðendur Kamala Harris og Tim Walz komu saman fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gærkvöldi.

Harris valdi Walz sem varaforsetaefni

Var lítt þekktur • Segir útnefninguna vera heiður lífs síns Meira

Sjúkrahúsið á Akureyri Ákjósanlegast þykir nú að byggja nýja heilsugæslustöð við hliðina á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Pólitíkin getur ekki firrt sig ábyrgð

Baksvið Sigríður Helga Sverrisdóttir sigridurh@mbl.is Meira

Markaður Frá vinstri, Auður Konráðsdóttir, Guðbjörg Gína Pétursdóttir og Alda Björk Ólafsdóttir sem stóðu vaktina í Tryggvagarði um helgina.

Markaður á skemmtilegu mannlífstorgi

Líflegt á Selfossi í sumar • Bæjarhátíð er fram undan Meira