Íþróttir Föstudagur, 20. september 2024

Gegnumbrot FH-ingurinn Jóhannes Berg Andrason brýtur sér leið framhjá Eyjamanninum Róberti Sigurðarsyni í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær.

FH sterkara í stórleiknum

Garðar Ingi Sindrason var markahæstur hjá Íslandsmeisturum FH þegar liðið tók á móti ÍBV í stórleik 3. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri FH, 33:30, en Garðar Ingi skoraði 6 mörk í leiknum Meira

Mosfellsbær Fjölnismaðurinn Júlíus Mar Júlíusson og Mosfellingurinn Oliver Bjerrum Jensen eigast við að Varmá í Mosfellsbænum í gærkvöldi.

Afturelding með pálmann í höndunum

Afturelding er í vænlegri stöðu eftir sigur gegn Fjölni, 3:1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu að Varmá í Mosfellsbæ í gær. Aron Jóhannsson kom Aftureldingu yfir strax á 2 Meira

Sex mörk Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að Garðbæingum í gær.

Stórsigur Hauka og Fram með fullt hús

Elín Klara Þorkelsdóttir fór mikinn fyrir Hauka þegar liðið tók á móti Stjörnunni í 3. umferð úrvaldeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með stórsigri Hauka, 29:16, en Elín Klara var markahæst hjá Hafnfirðingum með sex mörk Meira

Hetja David Raya var bjargvættur Arsenal í Bergamó á Ítalíu í gærkvöldi þegar hann varði vítaspyrnu Mateo Retegui strax í upphafi síðari hálfleiks.

Arsenal gerði jafntefli á Ítalíu

David Raya reyndist hetja Arsenal þegar liðið heimsótti Atalanta í 1. umferð Meistaradeildar karla í knattspyrnu í Bergamó á Ítalíu í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli, 0:0, en David Raya varði vítaspyrnu í leiknum og bjargaði þannig stigi fyrir Arsenal Meira

Szeged Janus Daði Smárason hjálpar fyrrverandi liðsfélaga sínum Ómari Inga Magnússyni upp í leik Pick Szeged og Magdeburg í síðustu viku.

Ein flottasta aðstaðan

Janus Daði skipti um félag þriðja sumarið í röð • Tveggja ára samningur í Ungverjalandi • Tvö lið í sérflokki • Meistaradeild Evrópu í miklum forgangi Meira

Knattspyrnumaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá keppni…

Knattspyrnumaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá keppni í lengri tíma en í fyrstu var haldið en hann meiddist í leik Noregs og Austurríkis í Þjóðadeildinni í fótbolta í síðustu viku Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 19. september 2024

Úrvalsdeildin í handbolta er hafin og mér sýnist stefna í afar skemmtilegt…

Úrvalsdeildin í handbolta er hafin og mér sýnist stefna í afar skemmtilegt keppnistímabil karlamegin. FH og Valur leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem þýðir að við fáum að sjá sterk erlend lið spila á Íslandi Meira

Spenna Víkingur og KA mætast í bikarúrslitaleik á laugardaginn.

KA og Víkingur fá frí fram á miðvikudag

KA og Víkingur, sem mætast í úrslitaleiknum í bikarkeppni karla á Laugardalsvellinum á laugardaginn, fá frí til miðvikudags til að hefja lokasprettinn í Bestu deild karla. Fyrsta umferðin af þeim fimm sem bætast við hefðbundna keppni í deildinni… Meira

Danmörk Ingibjörg Sigurðardóttir gekk til liðs við Bröndby á dögunum eftir erfiða tíma.

„Ég naut þess ekki að vera í fótbolta“

Ingibjörg komin til Bröndby eftir erfiða tíma í Þýskalandi Meira

Franski knattspyrnumaðurinn Anthony Martial er genginn til liðs við AEK í…

Franski knattspyrnumaðurinn Anthony Martial er genginn til liðs við AEK í Grikklandi en hann var samningslaus eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar Meira

<em></em>Sigur Keflvíkingar fagna einu fjögurra marka sinna í Breiðholti í gær.

Keflvíkingar í góðum málum

Sannfærandi hjá Keflavík í Breiðholti • Afturelding og Fjölnir mætast í kvöld Meira

Miðvikudagur, 18. september 2024

Elísa Bríet var best í 20. umferðinni

Elísa Bríet Björnsdóttir, miðjumaður Tindastóls, var besti leikmaðurinn í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Elísa Bríet lék mjög vel með Tindastóli þegar liðið lagði Fylki að velli, 3:0, í úrslitaleik fallbaráttunnar … Meira

Svíþjóð Sigdís Eva Bárðardóttir skrifaði undir þriggja ára samning við Norrköping en liðið situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.

Setti ferilinn í fyrsta sætið

Knattspyrnukonan unga Sigdís Eva Bárðardóttir bjóst ekki við því að halda út í atvinnumennsku 17 ára gömul en hún gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping í júlí. Sigdís skrifaði undir þriggja ára samning í Svíþjóð en hún er uppalin… Meira

Lúkas Logi bestur í 22. umferðinni

Lúkas Logi Heimisson, miðjumaður Vals, var besti leikmaður 22. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Lúkas Logi átti mjög góðan leik fyrir Valsmenn þegar liðið vann stórsigur gegn KR, 4:1, og fékk tvö M fyrir frammistöðu … Meira

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska…

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska körfuboltaliðsins Alba Berlín. Félagið greindi frá á samfélagsmiðlinum X í gær. Martin gekk í raðir Alba í annað sinn í upphafi árs, eftir fjögur ár hjá Valencia á Spáni Meira

Þriðjudagur, 17. september 2024

Gísli Gottskálk bestur í 20. umferðinni

Gísli Gottskálk Þórðarson, sóknartengiliðurinn efnilegi hjá Víkingi, var besti leikmaður 20. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Gísli lék mjög vel þegar Víkingar sigruðu KR örugglega í Vesturbænum, 3:0, síðasta… Meira

Undanfarin tvö ár hefur lokaspretturinn á Íslandsmóti karla í fótbolta…

Undanfarin tvö ár hefur lokaspretturinn á Íslandsmóti karla í fótbolta ekki verið sérstaklega spennandi. Árið 2022 var fyrst leikið eftir nýja fyrirkomulaginu þar sem sex efstu liðin eftir hefðbundna tvöfalda umferð mætast innbyrðis og sömuleiðis sex þau neðstu Meira

Tvenna KR-ingarnir Luke Rae og Aron Þórður Albertsson sækja að Lúkasi Loga Heimissyni, sem skoraði tvö mörk fyrir Val í 4:1-sigri í gærkvöldi.

Víkingur náði toppsætinu

Víkingur úr Reykjavík tryggði sér efsta sætið í Bestu deild karla í knattspyrnu fyrir tvískiptingu með því að vinna öruggan sigur á botnliði Fylkis, 6:0, í Árbænum í gærkvöldi. Víkingur fór með sigrinum upp fyrir Breiðablik Meira

Lið Bandaríkjanna sigraði í Solheim-bikarnum í golfi kvenna sem fór fram í…

Lið Bandaríkjanna sigraði í Solheim-bikarnum í golfi kvenna sem fór fram í Gainesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum um liðna helgi. Lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu 15½:12½. Lilia Vu, sem er númer tvö á heimslistanum, tryggði Bandaríkjunum sigurinn á 18 Meira

Mánudagur, 16. september 2024

Stjarnan og Keflavík unnu lokaleikina í neðri hlutanum

Stjarnan vann Tindastól, 2:1, og hafnaði þar með í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar lokaumferð neðri hluta deildarinnar var leikin á laugardag. Bæði lið voru sloppin við fall og Tindastóll þurfti tveggja marka sigur til að ná sjöunda sætinu Meira

Íslendingarnir þrír sem spila í efstu deild í handknattleik karla í…

Íslendingarnir þrír sem spila í efstu deild í handknattleik karla í Portúgal létu allir að sér kveða í öruggum sigrum liða sinna á laugardag. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk fyrir Sporting í 39:21-sigri á Avanca, Þorsteinn Leó Gunnarsson… Meira

Hetjan Gabriel rís hæst til þess að skora sigurmark Arsenal í Norður-Lundúnaslagnum á Tottenham Hotspur-leikvanginum í gær.

Arsenal vann grannaslaginn

Arsenal tyllti sér í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með því að vinna Tottenham á útivelli 1:0, í Norður-Lundúnaslag í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gær Meira

Besta deildin Fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson hefur bikarinn á loft eftir að ÍBV tryggði sér sigur í fyrstu deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni.

ÍBV aftur í Bestu deildina

ÍBV tryggði sér sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu með því að gera jafntefli við Leikni úr Reykjavík, 1:1, í Breiðholti á laugardag. Um leið tryggðu Eyjamenn sér sæti í Bestu deildinni að nýju eftir að hafa fallið úr henni síðastliðið sumar Meira

Laugardagur, 14. september 2024

Drjúgur Valdimar Þór Ingimundarson sækir að Gyrði Hrafni Guðbrandssyni en Valdimar skoraði fyrir Víking og krækti í vítaspyrnu.

Víkingar ekki í vandræðum

Víkingar voru ekki í neinum vandræðum með að sækja þrjú stig vestur á Meistaravelli í gærkvöld þar sem þeir sigruðu KR-inga 3:0 og komust með því að nýju á topp Bestu deildar karla í fótbolta. Þeir eru nú jafnir Breiðabliki að stigum, bæði lið eru… Meira

Akureyri Hulda Björg Hannesdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir eigast við í leik Þórs/KA og Vals á KA-vellinum þar sem Valur vann 1:0.

Úrslitaleikurinn blasir við

Allt stefnir í að Valur og Breiðablik leiki um meistaratitilinn á Hlíðarenda 5. október • Bæði unnu og Blikar eru stigi á undan þegar þrjár umferðir eru eftir Meira

Endurkoma Lovísa Thompson er komin aftur af stað með Valskonum.

Annar stórsigur meistaranna

Íslands- og bikarmeistarar Vals hefja úrvalsdeild kvenna í handbolta af miklum krafti og eru með nítján mörk í plús eftir tvo sannfærandi sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Valskonur hófu mótið á níu marka heimasigri á ÍR og í gærkvöld unnu þær mjög … Meira

Drjúgur Skyttan Blær Hinriksson skýtur yfir Alexander Petersson og Ísak Gústafsson á Hlíðarenda í gær. Blær skoraði níu mörk fyrir Aftureldingu.

Mosfellingar líta vel út

Afturelding vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi er liðið gerði góða ferð á Hlíðarenda og sigraði Val, 34:31, í annarri umferðinni. Leikurinn í gær var hin fínasta skemmtun og spennandi í lokin Meira