Ýmis aukablöð Föstudagur, 20. september 2024

Helga uppgötvaði Prada þegar hún var ungur námsmaður í Lundúnum og hefur allar götur síðan haft dálæti á hönnuninni.

„Kasmír er fallegt bæði í fatnaði og heimilisvöru.“

Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars er fagurkeri fram í fingurgóma. Hún er menntaður hönnuður og þegar hún var ungur hönnunarnemi í Lundúnum féll hún fyrir ítalska tískuhúsinu Prada. Meira

Kim Kardashian býr í beige-lituðum kastala.

Skilnaðarkúr Kardashian dregur dilk á eftir sér

Straumar og stefnur í innanhússhönnun taka stöðugum breytingum. Af því að við erum svo ung þjóð þá hlaupum við hratt eftir því nýjasta hverju sinni. Og af því að við erum svo óendanlega dugleg þá vinnum við þrjár vinnur, eða allavega tvær, til þess að geta verið flottust Meira

Húsið er á pöllum. Í stofunni eru bæði panelklædd loft og veggir sem gefur rýminu mikinn sjarma.

Góð byggingarlist verndar fólk fyrir umhverfinu

Hildur Gunnarsdóttir arkitekt festi kaup á raðhúsi í Neðra-Breiðholti fyrir ellefu árum. Hún hefur hægt og rólega endurnýjað húsið, skipt um gólfefni og innréttingar, og gætt þess að hafa hið nýja í takt við byggingarstíl hússins. Meira

Litagleðin er í forgrunni í verkum eftir listakonuna Unni Stellu Níelsdóttur.

„Ég mála heiminn eins og ég vil sjá hann“

Listakonan Unnur Stella Níelsdóttir er 24 ára Akureyrarmær sem vinnur undir nafninu Start Studio. Myndlist var helsta áhugamál Unnar Stellu sem barn og hefur hún verið í myndlistarskólum frá því hún man eftir sér, en áhuginn kviknaði svo aftur þegar hún hafði lokið menntaskóla og fór að leika sér með pensilinn aftur. Meira

Gluggarnir og handriðin á svölunum heilluðu Emblu og Láru strax. Þær hafa verið duglegar að gefa innsýn í ferlið á Instagram undir notendanafninu Framkvæmdaóðar.

Rifu allt út og bjuggu til sinn heim

Árið 2022 festu þær Embla Hallfríðardóttir og Lára Rut Sigurðardóttir kaup á draumaeigninni í Reykjavík. Á síðustu tveimur árum hafa þær tekið eignina í gegn frá a til ö og útkoman er sérlega glæsileg enda eru þær miklir fagurkerar og smekkkonur. Meira

Sóllilja Baltasarsdóttir hefur átt hesthús síðan 2022 og hefur það tekið miklum breytingum síðan hún eignaðist það.

Keypti hesthús og gerði það upp

Sóllilja Baltasarsdóttir kýs að hafa fallegt í kringum sig. Sumarið 2022 festi hún kaup á hesthúsi sem hún hefur gert upp á sinn einstaka hátt. Meira

Ásdís Rósa Hafliðadóttir, eigandi Heimaró.is, og eiginmaður hennar Hjörtur…

Ásdís Rósa Hafliðadóttir, eigandi Heimaró.is, og eiginmaður hennar Hjörtur Hjartarson festu kaup á sumarbústaði í Grímsnesinu vorið 2022. Þrátt fyrir að húsið sjálft hafi ekki verið í góðu standi sáu þau mikla möguleika í eigninni, en á síðustu tveimur árum hafa þau tekið hann í gegn frá a til ö Meira

Þau telja sig vera sérfræðinga í húsasmíði eftir að hafa gert bústaðinn upp.

„Húsið var ekki í góðu standi“

Ásdís Rósa Hafliðadóttir, eigandi Heimaró.is, og eiginmaður hennar Hjörtur Hjartarson festu kaup á sumarbústað í Grímsnesinu vorið 2022. Þrátt fyrir að húsið sjálft hafi ekki verið í góðu standi sáu þau mikla möguleika í eigninni, en á síðustu tveimur árum hafa þau tekið hann í gegn frá a til ö. Meira