Sunnudagsblað Laugardagur, 21. september 2024

„Þörungasnakk“ á ensku?

Kannast einhver við að vera í matvörubúðinni og eyða lunganum af tímanum í að finna starfsmann? Meira

Gógó á Rósenberg

Ertu að fara að halda tónleika? Já, ég ákvað að halda tónleika í tilefni af því að ég varð fimmtug í lok ágúst og í stað þess að halda veislu ákvað ég bara að láta fólk borga fyrir að hitta mig og hlusta á mig syngja í leiðinni Meira

Um 200 manns mótmæltu utan við ríkisstjórnarfund í vikunni þegar fjallað var um hælisleit fjölskyldu langveiks barns.

Ríkisstjórnin slær á frest

Heildarkröfur í þrotabú Skagans 3X reyndust nema 13 milljörðum króna, að stærstum hluta almennar kröfur. Ofsótti breski rithöfundurinn Salman Rushdie var sæmdur bókmenntaverðlaunum Laxness af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra við hátíðlega… Meira

Í hvaða vasa viltu borga

Sú staðreynd sem alltof oft hefur gleymst í þessari umræðu er að húsnæði er alltaf í eigu einhvers … Meira

Haukur hefur stýrt Eleven Experience á Íslandi síðustu sjö árin og hefur haft í nógu að snúast.

Mikill metnaður í öllum smáatriðum

Lengi vel leið íslensk ferðaþjónusta fyrir að geta ekki boðið upp á hágæðalúxus á heimsmælikvarða. Á Deplum í Fljótunum reis hótel sem uppfyllir þær kröfur og heimsókn þangað er engu öðru lík. Meira

„Ég fór alltaf út um tólf á hádegi, hvar sem ég var staddur, og tók mynd af himninum. Síðan setti ég inn veðurupplýsingar frá Veðurstofunni, en einnig skrásetningu Árna 170 árum fyrr. Þetta gerði ég í heilt ár,“ segir Einar Falur um verkefni sitt Útlit loptsins.

Með þráhyggju fyrir að skrásetja lífið

Hinn fjölhæfi Einar Falur Ingólfsson notar ljósmyndir og texta jöfnum höndum í verkum sínum, sem oftar en ekki kallast á við fortíðina. Einar vann fyrir Morgunblaðið frá fimmtán ára aldri en hefur nú snúið sér að eigin listsköpun. Meira

Sigurþóra kallar nú eftir stuðningi þjóðarinnar en Bergið er í fjárhagskröggum.

Að bjarga mannslífum

Hugmyndin að Berginu kviknaði hjá Sigurþóru Bergsdóttur eftir að hún missti son sinn úr sjálfsvígi. Þar er tekið á móti ungmennum í vanda með opinn faðminn. Meira

„Það er þessi núningur og umbreyting sem ég heillast alltaf af,“ segir Sigurður Guðjónsson.

List bæði inni og úti

Í Listasafni Árnesinga eru fjórar áhugaverðar sýningar. Þar má sjá nýja og afar sjónræna innsetningu eftir Sigurð Guðjónsson, sérstök og heillandi ljósmyndaverk eftir Þórdísi Jóhannsdóttur og verk sem eru unnin í samvinnu við vísindamenn. Meira

„Ég vil ekki valda tryggum lesendum vonbrigðum,“ segir Jónína Leósdóttir um nýja bók sína.

Skáldsaga um sjálfstæða konu

Jónína Leósdóttir sendir frá sér sjöttu bók sína um hina hressu og forvitnu Eddu, eftirlaunaþega sem rannsakar sakamál. Jónína segist fá hroll við tilhugsunina um að hætta að vinna. Bækurnar um Eddu gætu því orðið mun fleiri. Meira

Frank Zappa mundar gítarinn á tónleikum.

Jörð kallar tungl

Í nýrri bók lýsir Moon Unit Zappa glundroðakenndum uppvexti og afskiptaleysi föður síns, Frank Zappa, sem var ýmist á tónleikaferðalögum eða niðri í kjallara að sinna tónlistinni. Meira

Salvatore Schillaci fagnar marki sínu gegn Argentínu á HM 1990 með sínum óviðjafnanlega hætti.

Senuþjófurinn frá Sikiley

Margir furðuðu sig á því að Salvatore „Toto“ Schillaci skyldi valinn í ítalska landsliðið á HM 1990. En hann átti eftir að stela senunni. Meira

Elizabeth Debicki með Emmy-verðlaunin.

Vilja faðma Díönu

Leikkonan Elizabeth Debicki heillaði heiminn með túlkun sinni á Díönu prinsessu í The Crown. Þarna birtist Díana ljóslifandi, heillandi og viðkvæm. Debicki fékk nýlega Emmy-verðlaunin fyrir leik sinn í þáttunum en áður hafði hún fengið Golden… Meira

Leikkonan varð heimsfræg fyrir leik sinn í Bonnie og Clyde.

Játningar Dunaway

Ný heimildarmynd um leikkonuna Faye Dunaway hefur vakið athygli, ekki síst vegna hreinskilni leikkonunnar. Í myndinni talar hún opinskátt um geðhvörf sín. Meira

Áslaug er bókavörður á eftirlaunum.

Á ættarmóti með gömlum vinum

Yfirleitt er ég með þrjár bækur í takinu. Eina á náttborðinu, eina hljóðbók í símanum og síðan bókina sem er valin fyrir mig í hverjum mánuði. Ég er í leshring ásamt átta góðum vinkonum og við skiptumst á að velja bók fyrir mánaðarlegu fundina okkar Meira

Þetta er ungstirnið úr America's Got Talent í dag

David Carmi, sem þekktur er undir nafninu confidenceheist á TikTok þar sem hann fær vegfarendur New York-borgar til að deila því hvað veitir þeim sjálfsöryggi, rakst á dögunum á unga konu sem margir hafa líklega ekki séð í nokkur ár Meira

Mótmæli urðu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar langveiks barns, Yazan Tamimis.

Að rétta barni hjálparhönd

Þetta er mál sem snýst um góðvild, gestrisni, skilning og samkennd í garð langveiks barns. Meira

„Frjálsar íþróttir eru hér í megnustu afturför,“ sagði í Morgunblaðinu haustið 1934. Myndin er frá keppni á Melavelli tæpum 20 árum síðar.

Færri og lélegri

Fjallað var tæpitungulaust um meistaramót ÍSÍ í Morgunblaðinu í september 1934. Var umgjörðinni hrósað, en spurt hvað segja mætti um árangur og framfarir í frjálsum íþróttum þetta árið: „Í þeim efnum verðum við, eins og annarsstaðar að horfast … Meira

Þjónninn spyr gestinn: „Hvernig smakkaðist svo?“ „Ég hef nú smakkað betri…

Þjónninn spyr gestinn: „Hvernig smakkaðist svo?“ „Ég hef nú smakkað betri mat.“ „Örugglega ekki hjá okkur!“ „Þjónn, kaffið er ískalt!“ „Takk fyrir ábendinguna, ískaffi er 200 krónum dýrara!“ Maður kemur inn á veitingastað og gefur mjög mikið þjórfé: … Meira