Íþróttir Þriðjudagur, 24. september 2024

Tíu M Samantha hefur komið eins og stormsveipur inn í deildina.

Samantha var best í 21. umferðinni

Samantha Smith, bandaríski framherjinn hjá Breiðabliki, var besti leikmaðurinn í 21. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem Samantha var í miklum ham á sunnudaginn þegar Breiðablik vann Þór/KA 6:1 á Kópavogsvelli Meira

Loksins fáum við spennu í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta eftir…

Loksins fáum við spennu í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta eftir skiptingu. Víkingur og Breiðablik tóku bæði með sér 49 stig eftir 22 umferðir og vonandi ráðast úrslitin í lokaumferðinni. Þau eiga eftir að mæta bestu liðum deildarinnar á næstu vikum Meira

Snilldartilþrif Gylfi Þór Sigurðsson skorar eitt af fallegri mörkum tímabilsins og jafnar metin fyrir Val gegn Stjörnunni á Hlíðarenda.

Sjötti sigur Blika í röð

Breiðablik setti enn á ný pressu á Víking í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta með því að sigra Skagamenn, 2:0, á Kópavogsvelli, og Valsmenn björguðu mikilvægu stigi í Evrópubaráttunni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Stjörnunni á Hlíðarenda Meira

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Stjörnunnar, hefur…

Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Stjörnunnar, hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Guðmundur, sem er 35 ára, er að ljúka öðru tímabili sínu með Stjörnunni en hann hefur leikið 224 leiki í efstu deild og alls 378 … Meira

Kaplakrikinn Aron Pálmarsson stöðvar Þráin Orra Jónsson.

FH náði Haukum eftir spennu í Kaplakrika

Haukar urðu síðast liða til að tapa stigum í úrvalsdeild karla í handknattleik á nýju tímabili þegar FH-ingar lögðu þá að velli, 30:29, í æsispennandi Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í gærkvöld. Grannliðin eru þar með jöfn á toppi deildarinnar með… Meira

6 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur byrjaði tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni af miklum krafti og er markahæst í deildinni með sex mörk.

Markmiðið að gera betur

„Þetta hefur farið ágætlega af stað og við erum búin að vinna alla okkar leiki, að undanskildum leiknum gegn Fortuna Hjörring um helgina,“ sagði knattspyrnukonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í samtali við Morgunblaðið Meira