Fréttir Fimmtudagur, 17. október 2024

Skipta með sér verkefnum

Forsætisráðherra tekur við tveimur ráðuneytum og fjármálaráðherra tekur við einu • Forseti rýfur þing í dag • Þórdís sækist eftir 2. sæti í Suðvesturkjördæmi Meira

Bernhöftsbakarí Breytingar á gjaldtöku bílastæða og ný strætóstoppistöð hafa valdið tekjutapi hjá 190 ára gömlu fyrirtæki undanfarin tvö ár.

Verstu dagarnir eins og í faraldrinum

Kveðst verða fyrir tekjutapi vegna aðgerða borgarinnar • Segir bílastæðasjóð líka tapa • Borgin umburðarlyndari við verktakafyrirtæki á meðan þjónustuaðilar og viðskiptavinir eru sektaðir Meira

Benedikt G. Ófeigsson

Eldgos gæti brotist út á kosningadegi

Eldgos gæti brotist út á Reykjanesskaga á boðuðum kjördegi alþingiskosninga, 30. nóvember. Kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi og reyna gæti farið á þanþol kvikugeymisins um miðjan nóvember Meira

Grindavík Ráðist hefur verið í fjölda mótvægisaðgerða innan bæjarins til að gera hann að öruggari stað en áður.

Grindavík opnuð á ný eftir 11 mánaða lokun

Stefnt er að því að innakstur í Grindavíkurbæ verði hindrunarlaus og bærinn opinn öllum frá og með 21. október. Aðgengi að bænum hefur verið meira og minna heft frá því í nóvember á síðasta ári þegar mikið kvikuhlaup náði undir bæinn Meira

Kosning Þórdís Kolbrún mun þurfa að keppa við Jón Gunnarsson.

Sjálfstæðismenn þétta raðir í pólitískri hringekju

Teitur vill sæti Þórdísar sem vill sæti Jóns • En Jón er ekkert að fara Meira

Vandasamt val á framboðslista hafið

Aðeins 44 dagar eru nú til alþingiskosninga hinn 30. nóvember. Eins og stendur er ljóst að allir átta flokkar á þingi bjóða fram, sennilega allir í öllum kjördæmunum sex, þó skírskotun sumra þeirra sé mismikil; sumir sækja fylgi nær einvörðungu á… Meira

Tómas A. Tómasson

Tómas Tómasson lætur slag standa

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, er aldursforseti á Alþingi. Hann hefur setið á þingi síðan 2021. Tómas segist í samtali við Morgunblaðið sjaldan hafa verið betri og vera til í slaginn áfram Meira

Óveður Vonskuveður hafa verið í þrígang 30. nóvember síðustu 30 ár.

3-5% líkur á verulega slæmu veðri á kjördag

Mjög slæmt veður þrisvar síðan 1994 • Fleiri óveður dagana í kring Meira

Ekkert ómögulegt þrátt fyrir stóra daga

Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segist finna að þétt sé setið um auglýsingaplássin í kringum komandi alþingiskosningar, daginn fyrir svartan föstudag og tveimur dögum fyrir stafrænan mánudag Meira

Lífeyrir Íslenska lífeyriskerfi er áfram talið það næst besta í heimi.

Íslenska lífeyriskerfið í A-flokki

Íslenska lífeyriskerfið er það næstbesta í heimi, að mati stofnunarinnar Mercer CFA sem birtir árlega alþjóðlega lífeyrisvísitölu þar sem mat er lagt á lífeyriskerfi 48 landa. Holland fær hæstu einkunnina, 84,8 stig, Ísland fær 83,4 stig, Danmörk… Meira

Hvassahraun Mikið verið spurt um jörðina eftir að hún var sett á sölu.

Hafa hafnað eins milljarðs tilboði

Eigendur Hvassahrauns finna fyrir áhuga á jörðinni • Gefa ekki upp verð Meira

69% telja samfélagið á rangri leið

Mikill meirihluti landsmanna, eða um 69% svarenda í könnun Gallup, telur íslenskt samfélag ekki vera á réttri leið með tilliti til almannahagsmuna. Þetta kemur fram í þjóðmálakönnun sem ASÍ lét gera og kynnt var á þingi sambandsins í gær Meira

Mótmæli Kennarar fyrir utan ráðhús Reykjavíkur í vikunni.

Sveitarfélögin stefna kennarasambandinu

Útspilið ekki til þess fallið að auðvelda kjaraviðræðurnar Meira

Fjölmenni Miklar umræður fóru fram á fyrsta degi þingsins í gær með þátttöku fjölmargra gesta sem fluttu erindi og tóku þátt í pallborðsumræðum.

Samfélag á krossgötum

Forseti ASÍ segir ráðandi pólitísk öfl hafa gefist upp á verkefninu og hlaupið frá borði • Áhyggjur af forsendum samninga og hagstjórn • Þing ASÍ hófst í gær Meira

Fallið frá áformum um hótel

Fallið hefur verið frá áformum um að byggja 220 herbergja hótel með baðlóni, allt að 165 stakstæð smáhýsi og allt að 55 starfsmannaíbúðir á þremur jörðum við Hrútsvatn í Ásahreppi í Rangárvallasýslu vegna andstöðu íbúa í hreppnum Meira

Sími Morgunblaðið og mbl.is hafa fjallað ítarlega undanfarna mánuði um slæma stöðu grunnskólakerfisins. Snjallsímar virðast eiga hlut að máli.

Vill símabann í skólum borgarinnar

Góð reynsla af banni annars staðar • Borgina skortir kjark Meira

Kílómetragjald Stjórnvöld áforma að leggja kílómetragjald á alla bíla í byrjun næsta árs en á móti muni vörugjöld á jarðefnaeldsneyti falla niður.

Kílómetragjald frá 6,7 til 43,90 krónur

Frumvarp í samráðsgátt um kílómetragjald af öllum bílum Meira

Kosningar Stefán Snær rýnir í stöðuna vestanhafs í nýjasta þætti Dagmála.

„Í raun er þetta bara alveg jafnt“

Áfram er allt hnífjafnt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en þróunin að undanförnu bendir til þess að Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana sé að styrkja stöðu sína. Fylgismunurinn er þó innan skekkjumarka Meira

Lyf Embætti landlæknis skoðar mál tuttugu lækna vegna lyfjaávísana.

Rannsaka lyfja- ávísanir lækna

Embætti landlæknis hefur lyfjaávísanir u.þ.b. 20 lækna til stjórnsýslulegrar rannsóknar. Hefur þeim annaðhvort verið sent bréf frá embættinu, eða til stendur að gera það, þar sem þeim gefst kostur til andsvara Meira

Suðurnes Minnisvarði um flugslysið var afhjúpaður 2018. Nú er þessi stöpull við Reykjanesbraut, þar sem vel sést til slysstaðarins í Fagradalsfjalli.

Flóttinn mikli og flugslysið í fjallinu

Flóð á flugvelli í Flóanum • Kafbátaleitarflug frá Kaldaðarnesi • Stórt herlið og hundruð hermannal Staðurinn var yfirgefinn 1943, sama ár og flugvél Andrews hershöfðingja fórst Meira

Heklureitur Fjölbýlishúsið á Laugavegi 168 verður átta hæðir. Það stallast frá Laugavegi að Brautarholti.

Fólk tilbúið að kaupa fyrr en áður

Almenn sala íbúða hafin á Heklureit • Íbúðir afhentar haustið 2025 • Næsti reitur í smíðum l  Bílaumboðið Hekla getur framlengt leigusamning í mars um 12 mánuði fram á vorið 2026 Meira

Harpa Ársþing Hringborðs norðurslóða hafa verið vel sótt og í ár verða 2.500 þátttakendur frá 70 löndum í Hörpu.

Margvísleg málefni tekin fyrir í ár

Ellefta ársþing Hringborðs norðurslóða sett í Hörpu í dag • Nýjungar: Samræða um heimskautin og sérstakt viðskiptaþing • Öryggis- og varnarmál í brennidepli • Metþátttaka í ár Meira

Falleg fjölskylda Þórunn, Guðjón og Margrét við skírn Amelíu Sólar.

Þrír foreldrar við keisaraskurðinn

Þórunn, Guðjón og Margrét eiga í ástarsambandi • Ekki fordómar en meira um skilningsleysi • „Skrýtið að vera í fjölskylduboðum sem aukamaki“ • Komið að Margréti að ala næsta barn Meira

Flug Í útjaðri bæjar á Selfossi er flugvöllur, en nú er rætt um gerð annars flugvallar þarna ekki langt frá.

Árborgarflugvöllur verði í umræðunni

Veðráttan hagstæð • Ágætur staður • Sterkar skoðanir Meira

Hópferð Félagar í Moggaklúbbnum utan við bygginguna í Queen Elizabeth Olympic Park í London sem reist var fyrir sýninguna ABBA Voyage.

Moggaklúbbur á ABBA

Hópferð á vegum Moggaklúbbsins var farin á sýninguna ABBA Voyage í London í síðustu viku. Var þetta önnur ferð klúbbsins á sýninguna í samvinnu við ferðaskrifstofuna Niko Travel. Tvær ferðir verða farnar til viðbótar á sýninguna og er uppselt í þær báðar Meira

Landsbyggðin Fjölmörg störf eru á Sauðárkróki í fjarvinnslu.

Óstaðbundin störf gefast vel

Starfsfólk í óstaðbundnum störfum er almennt farsælt í starfi og upplifir jákvætt viðhorf gagnvart vinnufyrirkomulaginu. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um reynsluna af óstaðbundnum störfum Meira

Lending Flugumferðarstjórar hjálpa flugmönnum að lenda farsællega þegar slökkva þarf á tæknibúnaðinum.

Ógn í háloftunum en ekki hætta

Formaður öryggisnefndar FÍA segir að nokkur ár muni taka að þróa lausnir gegn truflunum í GPS-tækninni í flugvélum • Kerfið verður fyrir truflunum þegar flogið er yfir átakasvæði Meira

Vetrarhátíð Hallgrímskirkja hefur gjarnan verið lýst upp á hátíðinni.

Samkeppni um ljóslistaverk

Reykjavíkurborg og Veitur standa fyrir samkeppni um ljóslistaverk í almannarými borgarinnar á Vetrarhátíð 2025, sem fram fer dagana 6. til 9. febrúar næstkomandi. Vetrarhátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 2002 og hefur markmiðið með hátíðinni… Meira

JEF hefur slitið barnsskónum

Tíu ár eru liðin frá stofnun Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar JEF • Framlag Íslands er bæði marktækt og mikilvægt • Öryggisumhverfið mjög breytt frá árinu 2022 • Viljum verja innviði okkar Meira

Ljósmyndari Varðveita þarf söguna, segir Sigurður Ólafur, hér með bókina nýju, sem er rúmar 400 blaðsíður.

Ljósmyndir úr einstæðri atburðarás

Reykjanes vaknar • Eldgos, umbrot og sögur af fólki • Atburðarás skráð • Björgunarsveitarmaður er með myndavél á vettvangi • Sigurður Ólafur Sigurðsson með bók um ótrúlega tíma Meira

Söfnun Helga Dís Jakobsdóttir markaðsstjóri Nettó, Heiða Eiríksdóttir frá Ljósinu, Gunnur Líf Gunnarsdóttir frá Samkaupum og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir markaðsstjóri Ljóssins.

Sjö m.kr. söfnuðust fyrir krabbameinssjúka

„Við erum gífurlega stolt af því að fá að leggja okkar af mörkum til að styrkja félag eins og Ljósið, sem veitir þeim sem greinast með krabbamein mikilvæga endurhæfingu og stuðning,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó,… Meira

Verðlaun Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Sverrir Örn Þorvaldsson stjórnarmaður, Rögnvaldur Möller stjórnarmaður, Anna Ben Blöndal, móðir Hallgríms, Silja Rún Guðmunsdóttir, móðir Hildar, Haraldur Hallgrímsson, faðir Hallgríms, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Tveir afburðanemendur fá námsstyrki

Viðurkenningar úr Verðlaunasjóði dr. Sigurðar Helgasonar Meira

Höfundur Alfreð Guðmundsson hefur gefið út aðra vísnabók.

Samdi vísur um 24 fugla í sex flokkum

Alfreð Guðmundsson kennari með sína aðra myndskreyttu vísnabók Meira

Umræða um Ísrael á villigötum

Ely Lassman flutti erindi um átökin í Mið-Austurlöndum • Málþing ekki auglýst af öryggisástæðum l  Hætt við málþing með Lassman í London vegna morðhótana l  Hann segir Íran ýta undir mótmæli Meira

Músík Margrét segist oft hafa hitt fólk sem er harmþrungið yfir að hafa ekki getað lært á hljóðfæri á yngri árum.

330 milljónir í netnám í tónlist

Moombix hyggst tengja saman nemendur, kennara og tónlistarfólk um allan heim • Líkt og Uber eða AirBnB • Meiri sveigjanleiki • Fullorðnir fá mestu athyglina • Hægt að læra á sekkjapípu eða rafgítar Meira

Líbanon Hér má sjá reyk stíga upp eftir loftárásir Ísraelshers í borginni Nabatieyh í gær.

Héldu áfram loftárásum á Líbanon

Ísraelsher réðst á skotmörk í Beirút og í Nabatiyeh • Borgarstjórinn felldur í loftárás • Hisbollah skjóta áfram eldflaugum á Ísrael • Neyðaraðstoð send til norðurhluta Gasa • Íranar hóta afleiðingum Meira

Úkraína Nýliðar í Úkraínuher sjást hér við heræfingar í Donetsk-héraði.

Munu ekki fórna landi fyrir frið

Selenskí kynnti siguráætlun sína fyrir úkraínska þinginu • Kallar eftir tafarlausri aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu • Selenskí gagnrýndi Kína, Íran og Noður-Kóreu fyrir stuðning sinn við Rússa Meira

2.500 kr. innviðagjald á farþega á sólarhring

Áform um að tekið verði upp nýtt innviðagjald á komur skemmtiferðaskipa í millilandasiglingum, breytingar á gistináttaskatti og gjaldtaka af vökva fyrir rafrettur eru útfærð í frumvarpsdrögum sem fjármálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt Meira

Doktor Birna brennur fyrir starfi sínu hjá Jörth en meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun hennar og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi.

Mótfallin sérstöku fæði

Birna G. Ásbjörnsdóttir doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og annar stofnenda Jörth brennur fyrir starfi sínu en hún stofnaði fyrirtækið Jörth með eiginmanni sínum Guðmundi Ármanni í fyrra og fyrirtækið hefur blómstrað síðan. Meira

Á Akranesi Åge Hareide og Haraldur Sturlaugsson með mynd af Höfrungi III AK 250, fyrsta frystitogara HB, sem kom til landsins 15. febrúar 1992.

Íslandssíld og samningur um frystitogara

Åge Hareide þjálfari í 30 ár eftir samskipti á Íslandi Meira