Menning Fimmtudagur, 31. október 2024

Kominn aftur í hárbransann eftir tveggja ára hlé

Ímyndunaraflið og sköpunargáfan fær að njóta sín á hársýningum að sögn Ásgeirs hárgreiðslumeistara. Meira

Hvert skref skiptir máli Það skiptir máli að fagna jafnt litlu sem stóru sigrunum.

„Ég fann fyrir mikilli streitu í því breytingaferli og leitaði í öryggi“

Maríanna Magnúsdóttir er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Improvement og elskar að bæta til hins betra. Hún hefur löngum nýtt sér umbótahugsun í lífi og starfi og því eru hún og Viktoría Jensdóttir að fara af stað með námskeiðið Skilvirki leiðtoginn. Sambýlismaður Maríönnu er Alexander Angelo Tonini og eiga þau fimm börn. Meira

Sár Álpappír og varalitur vinna vel saman við gerð sára. Gott er að skyggja sárin eftir á.

Hrekkjavökustemning á augabragði

Einföld hrekkjavökutrix fyrir þann sem er alltaf á síðustu stundu. Meira

Sellómeistari Yo-Yo Ma flutti sellókonsert Elgars fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu við mikinn fögnuð áheyrenda.

Þetta er byrjun á fallegu sambandi

Yo-Yo Ma er ástfanginn af Íslandi • Nítjánfaldur Grammy-verðlaunahafi • Lætur frægðina ekki stíga sér til höfuðs • Segir íslensk gildi til fyrirmyndar • Sellóið opnar nýjar leiðir út í heim Meira

Þorvaldur Þorsteinsson (1960–2013) Söngskemmtun, 1998 Tré, málmur, fatnaður og hljóðupptaka. Stærð breytileg.

Mörkin á milli listar og hversdagslegra athafna

Textinn birtist í 140 ára afmælisriti Listasafns Íslands sem kom út í október 2024. Verkið er í eigu Listasafns Íslands og er hluti af sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu, sem er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við safnið. Meira

Járn Ein mynda Helga.

Óravíddir mannvirkisins í Slökkvistöðinni

Ábati – hugleiðing um efni nefnist sýning á ljósmyndaverkum Helga Vignis Bragasonar sem opnuð verður í Slökkvistöðinni í Gufunesi á morgun kl. 17. Þar fjallar Helgi um „flókna og umdeilda ríkisframkvæmd í óteljandi lögum Meira

Kristján Jóhannsson

Ólafsvaka í Langholtskirkju í kvöld

Ólafsvaka, er yfirskrift söngskemmtunar og styrktartónleika sem haldnir verða í Langholtskirkju í kvöld kl. 19.30. Ólafur M. Magnússon stendur fyrir tónleikunum og segir að í tilefni af 60 ára afmæli sínu hafi hann „ákveðið að efna til tónleika með frábærum tónlistar- og söngvinum mínum Meira

Skuggaprins Robert Smith, söngvari og gítarleikari, hefur verið í forvígi The Cure í nærfellt hálfa öld.

Sextán ára einsemd

The Cure rýfur sextán ára langa hljóðversskífuþögn á morgun með plötunni Songs Of A Lost World. Áhrif þessarar sveitar hafa verið mikil í poppsögunni og staða hennar í raun aldrei verið sterkari. Meira

Fyglingar Yfirlit yfir sýningu Ólafar Nordal.

Skrattinn fór að skapa mann

Portfolio gallery Fyglingar ★★★½· Ólöf Nordal sýnir. Texti í sýningarskrá: Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Hljóðmynd: Hjalti Nordal. Teiknimynd: Gunnar Karlsson. Sýningin stendur til og með 2. nóvember 2024 og er opin fimmtudag til laugardags kl. 14-18. Meira

Klassísk tónlist „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert svona skipulega áður,“ segir Magnús um bók sína.

Frásögn í túlkuninni heillar

Leiðir lesendur í gegnum tónlistarsöguna í nýrri bók um klassíska tónlist • Hægt er að hlýða á dæmi samhliða lestrinum • Hefur viðað að sér umfangsmikilli þekkingu • Fleiri verk í vinnslu Meira

Sómi „Dauðinn einn var vitni er með bestu íslensku glæpasögunum.“

Blóðugur spennutryllir

Glæpasaga Dauðinn einn var vitni ★★★★★ Eftir Stefán Mána Sögur, 2024. Innb. 286 bls. Meira

Gleði Kristín Eiríksdóttir og Anna María Bogadóttir er þær voru tilnefndar.

Samtals 34 styrkir veittir til þýðinga

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti samtals 7.660.000 krónur í styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í seinni úthlutun ársins, en alls barst 61 umsókn. Styrkirnir voru veittir til 34 þýðinga á íslenskum bókum á 17 tungumál, m.a Meira

Aðalleikari Stan fer með hlutverk Trumps.

Er Merkúr maður eftir allt saman?

„Þetta drasl er hreinn skáldskapur,“ sagði kosningateymi Donalds Trumps um kvikmyndina The Apprentice er fjallar um fv. Bandaríkjaforsetann. Vissulega er ekki allt dagsatt sem kemur fram í myndinni, leikstjórinn fann sig knúinn til að… Meira