Fréttir Mánudagur, 23. desember 2024

Róbert Bragason

Samtök skattgreiðenda segja tölur um fjölda opinberra starfsmanna skakkar

Rannsókn Samtaka skattgreiðenda bendir til þess að ríkisstarfsmenn gætu verið um 50% fleiri en gefið hefur verið upp. Róbert Bragason, stjórnarmeðlimur hjá samtökunum, segir það skekkja þær tölur sem hafa verið birtar til þessa um fjölda starfsmanna … Meira

Lyklaskipti Kristrún Frostadóttir tekur hér við lyklavöldunum af Bjarna Benediktssyni í forsætisráðuneytinu í Stjórnarráðshúsinu í gær.

Kristrún með lyklavöldin

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tekin við • Lyklaskipti fóru fram í ráðuneytunum í gær • Fyrsti fundur í dag • Blendin viðbrögð við helstu stefnumálum Meira

Búvörulög Engar breytingar urðu á fyrirkomulagi slátrunar í haust.

Hækkun skilaði sér til bænda

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ummæli Breka Karlssonar formanns Neytendasamtakanna í fréttum RÚV nýverið ekki standast skoðun. Þar sagði Breki að eftir að lög um afurðastöðvar voru samþykkt hefðu komið fram miklar hækkanir á lambakjöti Meira

Lög Sigríður óskaði eftir því fyrr á árinu að Helgi yrði leystur frá störfum.

Ríkissaksóknari telur sér ekki heimilt að úthluta vararíkissaksóknara verkefnum

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að hún telji sér ekki heimilt að úthluta Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara verkefnum þar sem hún telji hann ekki uppfylla almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara Meira

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni

Skattahækkun þýðir samdrátt

„Þetta er auðvitað mjög loðið. En ef þetta eru hugmyndir um aukin veiðigjöld þá endar það alltaf á einn veg sem þýðir samdrátt. Geta fyrirtækjanna minnkar til þess að fjárfesta, vaxa og dafna. Það er ekki flókið,“ segir Sigurgeir Brynjar … Meira

Jóhannes Þór Skúlason

Huga þarf að samkeppnishæfni

„Við hlökkum til að vinna með nýjum ráðherra og nýrri ríkisstjórn en fólk spyr sig í greininni með hvaða hætti ný gjaldtaka, hvort sem það verða ný komugjöld eða einhverskonar auðlindagjöld, eigi að styðja við verðmætasköpun hjá fyrirtækjunum Meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Fólk platað áfram um ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist ímynda sér að ríkisstjórnin komi til með að nota hefðbundna „pólitíska brellu til að plata fólk áfram“ í umræðum um Evrópusambandið Meira

Finnbjörn A. Hermannsson

Auðlindagjaldið hljómar vel

„Við í verkalýðshreyfingunni könnumst vissulega við mörg af þeim málum sem ríkisstjórnin setur á oddinn; atriði sem hafa lengi verið baráttumál okkur. Ég ætla þó ekki að fagna neinu fyrr en ég sé efndir,“ segir Finnbjörn A Meira

Afmæli Þórhildur Magnúsdóttir með nöfnu sinni Garðarsdóttur.

Valkyrjan Þórhildur varð 107 ára í gær

„Afkomendurnir voru einhvers staðar nærri 100, síðast þegar talið var,“ segir Þórhildur Magnúsdóttir, elsti Íslendingurinn, sem varð 107 ára í gær. Hún fagnaði tímamótunum í gær með sínu fólki, hvar hún býr nú á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík Meira

Ríkisstjórn Formenn stjórnarflokkanna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland, kynntu helstu stefnumálin.

Kosið um viðræður við ESB

Ótakmarkaðar strandveiðar í 48 daga • Örorku- og ellilífeyrir fylgi launavísitölu • Komugjald á ferðamenn • Einfalda leyfisveitingaferli fyrir frekari orkuvinnslu Meira

Neytendasamtökin fara með rangt mál

Hækkun afurðaverðs lambakjöts hefur skilað sér til bænda Meira

Skötuveisla Setið var við langborð í útgerðarhúsi Geirs á Þórshöfn.

Skötuveisla í útgerðarhúsi Geirs

Landsmenn gæða sér á skötu í dag, líkt og venja er á Þorláksmessu. Margir tóku forskot á sæluna um helgina, líkt og á Þórshöfn. Skötuilminn lagði eftir Bakkaveginum og vandalaust að rekja sig að upptökum þessa sterka jólailms sem barst frá útgerðarhúsi Geirs ÞH-150 Meira

Flugeldar Fjölskyldupakkarnir eru vinsælir en einnig eru svokallaðar kappatertur vinsælar og svokölluð gos, en nýjungar þar verða í boði í ár.

Flugeldar upp um 4% milli ára

„Við kappkostuðum að vera komin með alla flugelda til landsins eins snemma og hægt var,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Við pöntuðum strax eftir áramót og það fer allt árið í skipulagningu á… Meira

Egill Þór Jónsson

Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lést á Landspítalanum við Hringbraut, í návist fjölskyldu sinnar og vina, að kvöldi föstudagsins 20. desember, 34 ára að aldri. Egill Þór hafði undanfarin ár háð hetjulega baráttu við krabbamein Meira

Vetur Norpað í norðanátt á köldum degi í úthverfi Reykjavíkur.

Dimm él um jólin og hálka víða

Rysjótt veður um hátíðar • Stormur og snjókoma • Bjart með köflum nyrðra Meira

Sveitaprestur Breiðabólstaður er einstakur, segir sr. Kristján, hér við kirkjuna fallegu sem var reist árið 1912.

Boðskapurinn er þvert á trúarbrögð

„Friður, von, nánd og kærleikur er boðskapurinn sem felst í frásögninni um fæðingu Jesú Krists. Og þetta er boðskapur sem gengur þvert á öll trúarbrögð og er þeim sterkari. Vonin þarf alltaf að vera til staðar og alltaf kemur betri tíð Meira

Listafólk Frá vinstri talið; Matthías Rúnar Sigurðsson, Helena Margrét Jónsdóttir og Baldvin Einarsson. Öll þykja þau upprennandi á sínu sviði.

Styðja myndlistina

Fyrsta úthlutun úr Listasjóði Eimskips • Áhugi og margar umsóknir • Milljón á mann • Félagið á hundruð verka í safni Meira

Harmafregn Slökkviliðsmenn í Berlín stilla sér upp við tímabundinn minnisvarða um fórnarlömb mannskæðrar árásar á jólamarkað á föstudaginn.

„André gerði ekki flugu mein“

Níu ára gamli drengurinn sem lést í Magdeburg nafngreindur í gær • „Hvers vegna í ósköpunum?“ • Geðlæknirinn frá Sádi-Arabíu í varðhald fram að réttarhöldum • Ráðherra segir ekkert til sparað Meira

Norðlenskt harðmæli heldur áfram velli

Norðlenskt harðmæli í orðum eins og bátur og kápa hefur minnkað talsvert frá fyrri tímum. Framburðurinn er enn áberandi í máli Eyfirðinga og Þingeyinga af eldri kynslóðinni en ungt fólk á þeim slóðum sýnir mun minni merki um harðmæli Meira

Akureyri Eygló Jóhannesdóttir byrjaði að mála á jólakúlur í fyrra og segir vinnuna gefandi og skemmtilega.

„Mín hugleiðsla“

Eygló Jóhannesdóttir á Akureyri finnur frið og ró við að mála jólakúlur • Var áður bóndi í Hörgársveit   Meira