Bílablað Þriðjudagur, 19. nóvember 2024

Gul og blá samsetningin hittir aldeilis í mark.

Porsche segir bless við 911 Dakar með gullmola

Síðasta eintakið af 2.500 Porsche 911 Dakar-sportbílum rann á dögunum af færibandinu í Zuffenhausen. Um er að ræða svokallaða „Sonderwunsch“-sérpöntun sem nostrað var við í samræmi við óskir kaupandans sem ku vera ítalskur sportbílasafnari Meira

Kristinn segir kaupendur hafa á orði að Green Diamond-dekkin haldi eiginleikum sínum vel þótt þau slitni. Demantamulningnum er dreift um allt slitlagið, kornin ekki of smá og fer mikið af mulningi í hvert dekk. Um endursóluð dekk er að ræða sem gerir þau umhverfisvænni.

Grípa vel við íslenskar aðstæður

Seljandi Green Dia­mond-dekkjanna segir ekki öll harðkornadekk eins en magn og gerð demantamulnings hefur áhrif á eiginleika dekkjanna. Dekkin eru íslensk uppfinning sem sigraði næstum heiminn. Meira

Q7 er stór og mikill bíll en hann æpir ekki á athygli. Það hentar flestum en ekki öllum. Hinir fá sér Range-Rover.

Stórlax sem steinliggur

Q7 hefur lengi þjónað sem raunverulegt flaggskip þýska framleiðandans og fyrir því eru gildar ástæður. Meira

Mótorkross-kappar léku listir sínar fyrir gesti EICMA á keppnisbraut sem reist var á sýningarsvæðinu. Þeir létu sig ekki muna um að fljúga eins og fuglinn.

Skyldi það vera jólahjól?

Mikið var um dýrðir í Mílanó fyrr í mánuðinum og streymdu mótorhjólaáhugamenn víða að til að sækja EICMA-sýninguna, en liðin eru 110 ár frá því að hún var haldin fyrst. EICMA er árviss viðburður og nota framleiðendur oft tækifærið til að frumsýna ný … Meira

Blaðamaður reynsluók nýjum Smart sem sýndi svo sannarlega fram á að framleiðandinn hefur upp á margt fleira að bjóða en bara tveggja sæta borgarbíla.

Smart í orðsins fyllstu merkingu

Smart-bíllinn hefur farið í yfirhalningu og er ekki lengur lítill og skrítinn heldur aðlaðandi og spennandi. Meira

Jakob ekur um á Golf-skutbíl sem áður var í eigu bílaleigu. Hann hyggst aka bílnum upp til agna.

Sér eftir litla rauða Benzinum

Þessa dagana hefur Jakob Birgisson í nógu að snúast en hann er maðurinn á bak við uppistandssýninguna Vaxtarverki í Tjarnarbíói og hefur þurft að bæta við sýningum til að anna eftirspurn. Verður næsta sýning laugardaginn 23 Meira