Íþróttir Miðvikudagur, 20. nóvember 2024

Þriðja sætið niðurstaðan

Tapið í Cardiff þýðir að íslenska liðið hafnar í þriðja sæti riðilsins með sjö stig. Ísland vann tvo leiki í riðlinum, gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli og í Niksic. Ísland gerði svo jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli en tapaði báðum… Meira

Í vandræðum í vörninni

Íslenska liðið sýndi allar sínar bestu hliðar framan af og var það algjörlega verðskuldað þegar Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta markið. Baráttan var til fyrirmyndar og gæðin í íslenska liðinu eru það mikil fram á við að það skorar nær alltaf Meira

Illa farið með góð færi

„Þetta var vondur dagur en svona er fótboltinn stundum,“ sagði Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn gegn Wales. „Við byrjum frábærlega en svo gerðum við okkur seka um bæði slæm og barnaleg mistök Meira

Erfitt Andri Lucas Guðjohnsen gat ekki leynt vonbrigðum sínum á Cardiff City-vellinum í Wales í gær, þar sem íslenska liðið mátti þola tap.

Of mörg mistök í Cardiff

Ísland komst yfir eftir sjö mínútna leik en svo snerist leikurinn í síðari hálfleik • Íslenska liðið endar í 3. sæti riðilsins og er á leið í umspil um sæti í B-deildinni Meira

HM Snorri Steinn er á leið á sitt annað stórmót sem þjálfari.

Snorri Steinn valdi 35 leikmenn

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, valdi í gær þá 35 leikmenn sem koma til greina fyrir HM 2025 sem fram fer í Danmörku, Króatíu og Noregi í janúar á næsta ári Meira

Barátta Emilie Hesseldal og Gígja Rut Gautadóttir eigast við í leik Njarðvíkur og Hamars/Þórs í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi.

Héldu sínu striki með góðum sigrum

Haukar og Njarðvík, tvö efstu lið úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, unnu bæði örugga sigra þegar 7. umferð fór af stað með tveimur leikjum í gærkvöldi. Haukar heimsóttu Grindavík í Smárann í Kópavogi og unnu 85:68 Meira

Knattspyrnukonan Þórdís Elva Ágústsdóttir er gengin til liðs við Þrótt úr…

Knattspyrnukonan Þórdís Elva Ágústsdóttir er gengin til liðs við Þrótt úr Reykjavík frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Växjö. Þórdís, sem er 24 ára gömul, skrifaði undir tveggja ára samning í Laugardalnum Meira

Drjúgur Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði FH með sex mörk í tapi liðsins fyrir Gummersbach í Þýskalandi í gærkvöldi.

Valur og FH bæði úr leik

Valur gerði grátlegt jafntefli við Vardar • Jöfnunarmark á lokasekúndunni • FH réð ekki við Gummersbach í Þýskalandi • Bæði með tvö stig á botni riðla sinna Meira

Spánn Thea Imani Sturludóttir og Valur mæta Málaga frá Spáni.

Mæta liðum frá Spáni og Úkraínu

Valur og Haukar fengu andstæðinga frá Spáni og Úkraínu þegar dregið var í 16 liða úrslit Evrópubikars kvenna í handknattleik í Vínarborg í gær. Valskonur mæta Málaga Costa del Sol frá Spáni og Haukar mæta Galychanka Lviv frá Úkraínu Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Þriðjudagur, 19. nóvember 2024

Loksins! Loksins vann íslenska karlalandsliðið í fótbolta útisigur þegar…

Loksins! Loksins vann íslenska karlalandsliðið í fótbolta útisigur þegar ofanritaður er á vellinum. Í leikjunum sjö fyrir leikinn við Svartfjallaland á laugardag hafði Ísland ekki unnið einn einasta sigur á útivelli og í raun aðeins gert eitt jafntefli með ofanritaðan í stúkunni Meira

Goðsögn Óskar Bjarni Óskarsson hættir sem þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik eftir að hafa verið umvafinn liðinu í gegnum súrt og sætt í 26 ár.

26 ár eru langur tími

Óskar Bjarni Óskarsson mun hætta sem þjálfari Valsmanna eftir tímabilið l  Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, mun taka við af honum Meira

Pressan er á Wales

Ísland leikur úrslitaleik við Wales um annað sæti í Cardiff • Pressan á heimamönnum að mati Hareides • Eitthvað um breytingar vegna meiðsla og leikbanns Meira

Knattspyrnukonan Anna Rakel Pétursdóttir hefur framlengt samning sinn við…

Knattspyrnukonan Anna Rakel Pétursdóttir hefur framlengt samning sinn við Val. Anna, sem er 26 ára gömul, skrifaði undir tveggja ára samning á Hlíðarenda. Hún er uppalin hjá Þór/KA á Akureyri og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2017 Meira

Mánudagur, 18. nóvember 2024

Heimsmeistari Sóley Margrét Jónsdóttir gerir sig tilbúna í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í Reykjanesbæ á laugardaginn.

„Þetta var ólýsanlegt“

Hin 23 ára gamla Sóley Margrét Jónsdóttir skrifaði sig á spjöld íslenskrar íþróttasögu á laugardaginn þegar hún varð heimsmeistari í kraftlyftingum með búnaði í Reykjanesbæ. Sóley Margrét keppti í +84 kílógramma flokki og lyfti 282,5 kílóum í… Meira

Íslenska U21-árs landslið karla í knattspyrnu hafði betur gegn Póllandi,…

Íslenska U21-árs landslið karla í knattspyrnu hafði betur gegn Póllandi, 2:1, í vináttulandsleik á Spáni í gær. Benóný Breki Andrésson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir fyrirgjöf frá samherja sínum í KR, Jóhannesi Kristni Bjarnasyni Meira

Sigur Andri Lucas Guðjohnsen, Logi Tómasson og Ísak Bergmann Jóhannesson fagna marki þess síðastnefnda.

Úrslitaleikur í Cardiff

Ísland skoraði tvö mörk undir lokin í Niskic • Fyrsti útisigurinn í Þjóðadeildinni • Sigur í Cardiff tryggir umspil um sæti í A-deildinni • Íslenska liðið á uppleið Meira

Laugardagur, 16. nóvember 2024

Spánarferð Alexandra Jóhannsdóttir verður með liðinu á nýjan leik.

Sterkur hópur til Spánar

Fjórir leikmenn koma á nýjan leik inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttulandsleiki kvennalandsliðs Íslands gegn Kanada og Danmörku sem fram fara í Murcia á Spáni 29. nóvember og 2 Meira

Karfa Njarðvíkingurinn Mario Matasovic í baráttunni í gær.

Tindastóll á toppinn og fyrstu stig ÍR-inga

ÍR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær þegar liðið heimsótti Njarðvík í 7. umferð deildarinnar í Njarðvík en leiknum lauk með fimm stiga sigri ÍR, 101:96. ÍR fer með sigrinum úr 12 Meira

Einbeittur Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einbeittur á blaðamannafundi í Podgorica í gær. Hann er klár í sinn fyrsta landsleik eftir hlé.

Viljum búa til úrslitaleik

Ísland mætir Svartfjallalandi í Niksic í dag • Úrslitaleikur í Cardiff á þriðjudag með hagstæðum úrslitum • Aron mættur aftur í landsliðið eftir ársfjarveru Meira

Sáttur Cristiano Ronaldo fagnar öðru marki sínu gegn Póllandi í Porto í gær en Portúgal tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með stórsigrinum.

Portúgal og Spánn í útsláttarkeppnina

Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Portúgal þegar liðið vann stórsigur gegn Póllandi, 5:1, í 1. riðli A-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í Porto í gær. Í hinum leik riðilsins vann Skotland 1:0-sigur gegn Króatíu í Glasgow Meira

Föstudagur, 15. nóvember 2024

8 Birgir Már Birgisson reynir skot að marki Akureyringa í Kaplakrika í gær en hornamaðurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum.

Tvö lið deila toppsætinu

Birgir Már Birgisson fór á kostum hjá FH þegar liðið vann stórsigur gegn KA, 36:25, í 10. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gær en Birgir Már gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum Meira

Umkringdur Valsarinn Taiwo Badmus sækir að KR-ingum á Hlíðarenda í gær en hann fór á kostum í leiknum og skoraði 37 stig og tók fimm fráköst.

Valur sterkari í Reykjavíkurslag

Taiwo Badmus fór á kostum fyrir Val þegar liðið hafði betur gegn KR í Reykjavíkurslag 7. umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með sjö stiga sigri Vals, 101:94, en Badmus skoraði 37 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum Meira

Spánn Jóhann Berg Guðmundsson kann afar vel við sig á Spáni þar sem hann gifti sig á síðasta ári. Hann er spenntur fyrir komandi landsleikjum.

Allt öðruvísi menning

Jóhann Berg kann vel við sig í Sádi-Arabíu • Vildi prófa eitthvað nýtt eftir langan tíma á Englandi • Á frábærar minningar frá Spáni • Vill úrslitaleik í Cardiff Meira

Fimmtudagur, 14. nóvember 2024

Evrópumót Arnar Pétursson landsliðsþjálfari tilkynnir lokahópinn á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair.

Vegferðin rétt að byrja

Arnar tilkynnti 18 manna lokahóp fyrir EM 2024 • Sandra Erlingsdóttir ekki í hópnum • Erfitt að skera hópinn niður • Tveir vináttuleikir gegn Sviss fyrir mót Meira

Bakvörður dagsins fékk bestu fréttir ársins á dögunum þegar honum var tjáð…

Bakvörður dagsins fékk bestu fréttir ársins á dögunum þegar honum var tjáð að hann væri á leiðinni til Spánar að fylgja íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í nóvember. Spánn í nóvember hljómar mun betur en Ísland í nóvember Meira

Knattspyrnudeild ÍA hefur verið sektuð um 75.000 krónur af aga- og…

Knattspyrnudeild ÍA hefur verið sektuð um 75.000 krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna viðtals Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, við mbl.is eftir tap ÍA gegn Víkingi úr Reykjavík í 26 Meira

Landsliðið Sverrir Ingi Ingason ræddi við Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í Alicante á Spáni í gær.

Var rosalegt sjokk

Sverrir Ingi missti náinn liðsfélaga í George Baldock fyrir mánuði • Náðu vel saman utan vallar • Hjálpaði að mæta í jarðarförina • Vilja úrslitaleik gegn Wales Meira