Viðskipti Fimmtudagur, 12. desember 2024

Viðurkenning Í flokknum fyrirtækjamarkaður eru Alfreð, Dropp, Heimar, Noona og Origo tilnefnd sem besta íslenska vörumerkið 2024.

20 tilnefnd sem vörumerki ársins

Tuttugu vörumerki í fjórum flokkum eru tilnefnd sem besta íslenska vörumerkið 2024 hjá vörumerkjastofunni Brandr. Þetta er í fimmta skiptið sem valið fer fram. Tilkynnt verður um þau vörumerki sem hljóta viðurkenningu í sínum flokki þann 5 Meira

Forréttindi að vera opinber starfsmaður

Samanlagt jafngilda sérréttindi opinberra starfsmanna 19% kauphækkun miðað við einkageirann. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Viðskiptaráði. Fjallað er um greiningu ráðsins á vef mbl.is. Fram kemur í greiningunni að sérréttindin séu metin til… Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 14. desember 2024

Gjaldþrot Karl Viggó Vigfússon, einn eigenda veitingastaðarins Blackbox, sendi tölvubréf til allra starfsmanna félagsins þar sem hann staðfestir að félagið sé á leiðinni í gjaldþrot og engin laun verði greidd til starfsmanna.

Starfsfólk Blackbox fái laun ekki greidd

Einn eigenda staðfestir gjaldþrotið í bréfi til starfsmanna Meira

Þrot Vaka var stofnuð árið 1949 af Dönunum Hans Frost og Niels Jörgensen. Núverandi eigendur keyptu félagið árið 2004.

Vaka hf. lýst gjaldþrota

Vaka hf. björgunarfélag, sem hefur með höndum margvíslega bifreiðaþjónustu og endurvinnslu bifreiða m.a. og er til húsa að Héðinsgötu 1-3 í Reykjavík, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Í innköllun er skorað á alla þá sem telja til skulda eða… Meira

Föstudagur, 13. desember 2024

Hrávara Vinsældir kaffis hafa aldrei verið meiri en nú. Léleg uppskera vegna þurrka og mikilla rigninga hefur neikvæð áhrif á verð.

Kaffiverð hækkar enn

Kaffiverð á alþjóðlegum hrávörumörkuðum sló nýlega met, þegar verð á arabica-kaffibaunum, sem standa undir stærsta hluta heimsframleiðslunnar, fór yfir 3,4 dali (um 472 krónur) pundið (0,45 kg), þrátt fyrir að verðið hefði hækkað um 80% á þessu ári Meira

Þriðjudagur, 10. desember 2024

Verslun Vörukaup landsmanna frá Eistlandi hafa aukist mjög vegna tilkomu kínverskrar dreifingarmiðstöðvar þar í landi.

Erlend netverslun vinsæl

Landsmenn keyptu af erlendum netverslunum fyrir fimm milljarða króna í liðnum októbermánuði, sem er tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að erlend netverslun á þessu ári fari í um 45 milljarða króna Meira

Hagfræðingur Þorsteinn Þorgeirsson þýðandi bókarinnar <strong><em>Þjóðhagfræði almennrar skynsemi</em></strong><em>.</em>

Fátækt útrýmt með almennri skynsemi

Ný kenning getur útskýrt nær öll þjóðhagsleg fyrirbæri Meira

Mánudagur, 9. desember 2024

Heimagert Dyttað að gluggum Alþingishússins. Það væri verkefni fyrir þingið og fyrir Seðlabankann að draga úr Íslandsálaginu svokallaða. Um er að ræða sérskatta og ýmsar skyldur umfram það sem tíðkast annars staðar.

Íslandsálagið eitt prósentustig

Það myndi skapa töluvert svigrúm til að lækka vexti ef skattar og skyldur íslenskra banka væru eins og annars staðar á Norðurlöndunum • Opinber umræða um bankana vöktuð af matsfyrirtækjunum Meira