Árið 2024 var ár mikilla fardaga á stjórnmálasviðinu, þar sem bæði fólk og flokkar kvöddu. Meira
Árið sem er að líða hefur verið atvinnulífinu þungt í vöfum. Þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað og stýrivextir lækkað ögn er verkefni hagstjórnar hvergi nærri lokið. Sígandi lukka er best. Meira
Ozempic-andlit, Stanley-tankar og mafíuútlit var áberandi á árinu sem er að líða ásamt tískuslysum stjórnmálamanna. Framsóknarflokkurinn fékk hræðilega kosningu 30. nóvember. Getur það verið vegna of þröngra jakka formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar? Og svo eru það textaverkin sem eru við það að detta úr móð. Meira
Hvernig skilgreinum við hugtakið „stórþjóð“? Gerum við það út frá mannfjölda, áhrifum á heimsvísu, árangri á ýmsum sviðum eða sögulegum afrekum? Meira
Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, segir málsmetandi menn hafa grun um að svindl sé útbreiddara í skákinni en ætlað er. Meira
Það sem hér fer á eftir er árið með augum listamanns – hvernig það var eða hvernig það hefði getað verið gegnum linsu listarinnar. Meira
Skáldaður hryllingur getur með dásamlegum hætti dregið athyglina frá daglegum hryllingi hins raunverulega lífs Meira
„Við erum linnulaust að gera uppgötvanir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann er harðákveðinn í að setjast ekki í helgan stein, enda vinnur hann við það sem honum finnst skemmtilegast. Hann segir mikilvægt að trúa á það góða í tilverunni og sýna kærleika. Meira
Fullnaðarsigur er ekki lengur möguleiki í stríði. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd. Meira
Lýðræðisríki geta sýnt hversu mikils þau meta mannslíf með því að krefjast þess að réttindi pólitískra fanga séu virt og með því að setjast við samningaborð um lausn þeirra. Meira
Eldur Kvika hefur brotið sér leið upp á yfirborðið sjö sinnum frá því hamfarirnar gengu yfir Grindavík 10. nóvember í fyrra, þar af sex sinnum á þessu ári, nú síðast í lok nóvember sl. Lengsta gosið á Sundhnúkagígaröðinni stóð yfir í 53 daga Meira
Gersemi Viðhöfn var í nóvember þegar dýrgripirnir Margrétar saga, Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða voru fluttir úr Árnagarði í Reykjavík í Eddu – hús íslenskunnar, þar sem sýning á þeim og menningarheimi fornritanna var síðan opnuð Meira
Janúar Nautaat var endurvakið í Mexíkó seint í mánuðinum á La Plaza México, stærsta leikvangi sinnar tegundar í heiminum, eftir tveggja ára hlé vegna lagalegra álitaefna og vaxandi áhyggja af velferð dýra Meira
Júlí Yfir tíu þúsund íþróttamenn og fjöldi áhorfenda komu víða að til að taka þátt í og njóta Sumarólympíuleikanna í París, sem fram fóru dagana 26. júlí til 11. ágúst. Opnunarhátíðin var tilkomumikil og keppendur létu regnið ekki trufla sig meðan þeir sigldu á bátum niður ána Signu Meira
Eftir því sem loftslagsbreytingar ágerast verður mikilvægara en nokkru sinni að endurskoða afstöðu okkar til þeirra sem flosna upp frá heimkynnum sínum. Meira
Anitta Ég fæddist og ólst upp í favelu, hreysahverfi í Rio de Janeiro. Þar kynntist ég anda funk carioca, sem einnig er kallað brasilískt funk, frá fyrstu hendi. Þótt þessi tónlist sé gríðarlega vinsæl í Brasilíu og hlutum Rómönsku Ameríku er hún vanmetin á heimsvísu þrátt fyrir einstakan og líflegan hljóðheim. Til viðbótar við tónlistina endurspeglar funk carioca raunveruleika margra Brasilíumanna og er leið til að segja sögu þeirra, þar á meðal mína. Í þessari tónlistarstefnu blandast saman undirgreinar hipphopps, elektrónísk danstónlist, freestyle og popp – en alltaf með sínu sérstaka, brasilíska yfirbragði. Úr þessari orkuríku blöndu verður til rafsveifla með trommutöktum, sýnishornum af vinsælum melódíum og ryþmum að viðbættum hráum söng. Lagið mit Joga pra Lua, sem á íslensku útleggst Tverkið fyrir tunglið – er dæmi um þennan stíl.Funk carioca varð til í favelum Brasilíu á níunda áratugnum. Þessi víbrandi tónlist sér enn fyrir hjartslættinum á stöðum eins og mínum heimabæ, verkamannaúthverfum í jaðrinum á Ríó.Líkt og hipphopp í Bandaríkjunum er funk carioca ósvikin tjáning á þeim félagsvanda sem hvílir á íbúum Ríó. Um tíma íhuguðu brasilísk stjórnvöld að gera funk glæpsamlegt vegna texta sem endurspegla hin hversdagslegu vandamál í favelunum. En ferill minn hófst í funk-senunni í favelunum og þar finna margir ungir Brasilíumenn leið til að tjá sig.Tónlistin kann að endurspegla veruleikann, en í favelupartíunum, sem oft eru kölluð „baile funk“, færist tónlist yfir á hærra svið. Þessi partí veita oft undankomuleið frá harðindunum, sem lýst er í þaula í lögunum. Þrautseigja og andi þessara samkoma hafa átt lykilþátt í að gera brasilískt funk að fyrirbæri og skipt sköpum í að vera konum hvatning og að taka kynferðislegu frelsi opnum örmum. Þær eru einnig orðnar snar þáttur í afkomu Ríó og tryggja afkomu fjölda fjölskyldna á stöðum sem eru sambærilegir við mínar uppeldisslóðir.Tónleikarnir mínir endurspegla sálina í þessum brasilískum funk-veislum. Oft brýst fram hópdans meðal áhorfenda þegar ég kem fram. Ég verð vitni að þeirri samheldni sem carioca-tónlistin getur búið til og hverf aftur til tilfinninganna sem ég upplifði í veislunum í mínum heimabæ. Allt þetta minnir mig á sameiningarkraft brasilísks funks.Anitta er brasilískur söngvari og lagahöfundur. Sjötta hljóðversplata hennar nefnist Funk Generation og kom út 2024. © 2024 Anitta Meira
Sara Jane Ho Fólk fer iðulega í baklás yfir hugmyndinni um „kurteisisvenjur“. Mörgum finnst þær vera yfirstéttarforngripur liðins tíma, sem snúist um að muna hvaða gaffal eigi að nota við kvöldverðarborðið. Fólki finnst orðið jafnvel þrúgandi eins og það sé að reyna að stjórna og hemja, en kurteisisvenjur eru ekki óbifanlegt hugtak. Kurteisisvenjur eru þvert á móti skapandi hegðun sem ræðst af samhenginu og snýst um að draga fram bestu mögulegu útgáfuna af okkur sjálfum. Þær hafa einnig orkuna til að laga sig að þörfum okkar breyttu tíma. Það þarf ekki að fylgja hefðum fortíðarinnar bara til þess að hlýða kurteisisvenjum, en að kynna sér hvers vegna grundvallarhefðir komust á hjálpar til við að útskýra ástæðurnar fyrir hegðun okkar.Hinn forni uppruni handabandsins var að sýna öðrum að maður væri ekki vopnaður. Að sama skapi varð sú venja að skála til svo að gestgjafar gætu sýnt út á við að þeir væru ekki að eitra fyrir gesti sína: Glösum er slegið saman þannig að áfengið skvettist yfir í drykkjarílát næsta manns. Margvíslegir þættir úr kurteisisvenjum, sem eru sameiginlegar milli menningarheima, eiga sér djúpar rætur í tortryggni í garð nágranna okkar. Það eru ekki fréttir að slík tortryggni fari vaxandi og þræðirnir í samfélaginu séu að rakna upp. Daglega lesum við nýjar féttir af sögulegum dónaskap og stundum jafnvel ofbeldi.Öldum saman hafa kurteisisvenjur átt þátt í að slípa hvössu brúnirnar af félagslegu misvægi. Á okkar tímum geta þær slegið á hina eitruðu skautun og gert okkur kleift að búa í samlyndi við granna okkar jafnvel þótt – og kannski sérstaklega þegar – við erum ósammála.Að sýna virðingu í samskiptum, hlusta fyrir alvöru og lagni í að leysa ágreining eru dæmi um hvernig við getum notað kurteisisvenjur til að koma okkur saman við aðra á tímum óstöðugleika í heiminum. Flokkadrættir kunna að valda klofningi í okkar heimi, en þegar ólíkir hópar stefna að því að ná sömu markmiðum geta kappræður verið uppbyggilegar ef báðir aðilar hafa kurteisisvenjur í huga.Okkar tímar kalla á að kurteisleg samskipti verði endurvakin í okkar borgaralega samfélagi. Grunngildi kurteisisvenja eru illilega vanmetin, en þær geta hjálpað okkur að ná saman því að þær minna okkur á það að við deilum mennskunni.Sara Jane Ho er stofnandi Sarita-stofnunarinnar þar sem kenndir eru mannasiðir, stjórnandi þáttarins Mind Your Manners á Netflix og höfundur bókarinnar Mind Your Manners: How to Be Your Best Self in Any Situation.© 2024 The New York Times Company og Sara Jane Ho Meira
Sérfræðingar úr heimi tónlistar, matargerðar, kvikmynda, mannasiða og sambanda draga fram hluti sem þar til nú hafa verið vanmetnir. Meira
Alain Ducasse Þegar ég var tólf ára tók ég mikilvægustu ákvörðun lífsmíns: ég ákvað að verða matreiðslumeistari. Ef ég á að vera hreinskilinn skildi ég aldrei ástæðuna að baki þessari ákvörðun minni. Ég bjó á bóndabæ í suðvesturhluta Frakklands með fjölskyldu minni. Við bárumst ekki á og ég hafði aldrei borðað á veitingastað. Þrátt fyrir þetta var engin spurning að ég vildi verða matreiðslumeistari og það varð úr. Ég lét draum minn rætast. Í samfélagi sem snýst um skyndiniðurstöður, skynsemi og tækni hættir okkur til að gleyma mætti draumanna. Á ýmsan hátt passa draumar ekki inn í líf okkar að öðru leyti. Þeir þarfnast tíma og eru hvorki skynsamlegir né byggðir á tækni. Þeir spretta af óljósri og ófyrirsjáanlegri tengingu hugmynda, sem fyrir hendingu skjóta upp kollinum í hugum okkar.Ég kann enn að meta drauma í mínu faglega lífi. Það sem ungu framkvæmdastjórarnir í liðinu mínu kalla „verkefni“ eru draumar í mínum huga. Þegar ég opna veitingastað – sem gerist mjög oft – byrja ég á að láta mig dreyma um hann. Hvar á hann að vera, hvaða fólk á hann að laða að sér og hvernig matur á að vera á boðstólum? Ég læt hugann reika að vild um margar óskipulagðar hugsanir. Lið fyrir lið birtist hugmynd út úr þessari ringulreið. Næsta skref er einfalt: Ég yfirfæri hugmyndir mínar yfir í hinn raunverulega heim.Það er engin betri leið að lifa lífinu en að hlusta á drauma sína. Í École Ducasse, skólanum sem ég stofnaði fyrir listir matargerðarinnar, höfum við tekið opnum örmum mörgum nemendum sem ákváðu að kúvenda stefnunni í lífi sínu eftir kórónuveirufaraldurinn. Nemendur okkur koma úr gerólíkum geirum viðskipta, en kusu að fara að vinna í veitingageiranum til að fylgja sínum innstu draumum. Þegar ég sé hvað þeir leggja sig fram veit ég að þeir munu ná árangri. Hér er ég ekki bara að tala um faglegan árangur; þetta er eitthvað mun verðmætara. Hér er persónulegur árangur í húfi, sem mun veita hamingju og lífsfyllingu.Draumar geta verið munaður því að þeir krefjast tíma. Hægt er að líta á drauma sem áhrifalausa því að þeir hunsa vísvitandi höft og rök. En ekki vanmeta mátt þeirra. Að minni hyggju snýst jörðin í krafti drauma.Alain Ducasse er matreiðslumeistari og veitingamaður með alls 18 Michelin-stjörnur.© 2024 The New York Times Company og Alain Ducasse Meira
Paavo Järvi Í heimi nútímans þar sem athyglina brestur og alþýðumenning kýs frekar auðmelt innihald er sinfóníuhljómsveit verulega vanmetinn gimsteinn. Hún er ekki aðeins vígi hinna æðri lista; hún er fulltrúi hins ákjósanlega samfélags þar sem samhljómur og samstarf ráða ríkjum. Hver einasti hljóðfæraleikari í hljómsveitinni óháð bakgrunni, kynþætti eða persónulegum smekk þekkir sitt hlutverk, hlustar á aðra og vinnur að því sameiginlega markmiði að flutningurinn verði eins góður og mögulegt er. Hljómsveit er smækkuð mynd hins ákjósanlega samfélags. Í henni eru forustumenn hljóðfæraflokka og tónlistarmenn sem vinna saman og miðla málum, hvað sem líður þeirra eigin skoðunum. Ákvarðanataka í hljómsveit er lýðræðisleg, en þó með virðingu fyrir uppbyggingunni; tónlistarmennirnir treysta og fylgja sýn stjórnandans samhliða sjálfstæði og persónulegri tjáningu upp að vissu marki. Þetta viðkvæma jafnvægi endurspeglar skilvirkt samfélag þar sem einstaklingarnir vinna saman um leið og þeir virða forustuna.Á okkar tímum eru sinfóníuhljómsveitir jaðarsettar í menningarlegu andrúmslofti þar sem andlegum metnaði og djúpri listrænni helgun er hafnað. Ranglega er litið á þær sem tákn fyrir yfirstéttarhyggju þegar þær eru í raun til marks um hið gagnstæða.Klassísk tónlist er meira en bara skemmtun – hennar markmið er að kveikja hugsun og íhugun. Hins vegar er litið á hana sem flókna og hinir ólíku samfélagshópar heyra hana æ sjaldnar. Fyrir vikið líta margir á hana sem óaðgengilega eða að hún skipti ekki máli. Þetta er alvarlegur misskilningur því að klassísk tónlist er skrásetning siðmenningarinnar. Í henni er fólgin tilfinningaleg og andleg dýpt okkar sameiginlega ferðalags skráð með tungumáli tónlistarinnar.Á dagskrá sinfóníuhljómsveita eru gjöful og margslungin verk eftir snillinga á borð við Beethoven, Mozart, Mahler og Stravinsky og þær eiga skilið meiri viðurkenningu og vernd. Þetta er hátindur mannlegrar tjáningar sem endurspeglar margbreytileika og dýpt sameiginlegrar arfleifðar okkar. Sinfóníuhljómsveitin ætti að njóta verndar UNESCO til að tryggja varðveislu hennar og viðurkenningu til handa kynslóðum framtíðarinnar. Að viðurkenna ómetanlegt framlag sinfóníuhljómsveitarinnar til menningarinnar er lykilatriði ætlum við að halda við auðlegð og margbreytileika listrænna afreka okkar.Paavo Järvi er eistnesk-bandarískur hljómsveitarstjórnandi og hefur hlotið Grammy-verðlaunin. Hann er tónlistarstjóri Tonhalle-hljómsveitarinnar í Zürich, listrænn stjórnandi Þýsku kammerfílharmóníunnar í Bremen og stofnandi Pärnu-tónlistarhátíðarinnar í Eistlandi og Eistnesku hátíðarhljómsveitarinnar, sem þar kemur fram.© 2024 The New York Times Company og Paavo Järvi Meira
Alicia Malone Vinna mín snýst um að horfa á bíómyndir þannig að það mætti ætla að ég væri aldrei í vandræðum með að finna eitthvað til að horfa á. En eins og svo mörg okkar hef ég glatað óteljandi klukkustundum í að leita án árangurs. Það getur verið yfirþyrmandi að þræða sig gegnum endalaus öpp og rásir. Það er engin uppröðun á efninu. Þar sem öllu ægir saman fær maður samtímis á tilfinninguna að það sé of mikið til að horfa á og ekkert almennilegt til að horfa á. Algoritmarnir, sem mæla með myndum, eru ekki svarið; ég hef aldrei skilið hvers vegna þeir koma með tillögur um myndir sem eru alveg eins og sú sem maður var að horfa á. Hin sanna ánægja af því að horfa á bíómyndir hlýtur að liggja í að uppgötva eitthvað nýtt: finna mynd sem maður hefur aldrei heyrt um en verður ný uppáhaldsmynd; að sogast inn í sögu sem verður til þess að þú sérð umfjöllunarefnið í nýju ljósi; sjá mynd sem fellur ekki að smekk manns en fjallar um efni, sem hægt er að ræða við vinina. Ég mun aldrei gleyma þegar ég sá fyrst Leave Her to Heaven í sjónvarpi og hversu heilluð ég var af andliti Gene Tierney þegar hún framdi sín myrkaverk í æpandi litum. Ég hafði ekki áttað mig á að rökkurmyndir gætu verið litríkar og líkt og Dorothy í Galdrakarlinum frá Oz leið mér eins og heimur minn væri að skipta úr svart/hvítu í lit og stækkaði með hverri nýrri mynd, sem ég uppgötvaði.Þegar ég hef ákveðið á hvað ég ætti að horfa hef ég alltaf treyst á ráð sérfræðinga til að hjálpa mér að komast út úr þægindahringnum mínum. Þegar ég var unglingur og fór í næstu vídeóleigu í Canberra í Ástralíu tók ég með mér snjáða eintakið mitt af kvikmyndaleiðarvísi Leonards Maltins og tók einnig til greina myndirnar sem starfsfólkið mælti með. Tækni nútímans hefur hins vegar orðið til þess að það er hending að maður treysti á meðmæli frá fólki.Í glundroða hinna fjölmörgu streymisveitna, sem bjóða upp á að því er virðist endalaust úrval, er að finna kapalstöðina Turner Classic Movies – þar sem ég vinn sem þáttastjórnandi. Hún er ein af örfáum rásum þar sem maðurinn hefur enn stjórnina. Streymisveitan Criterion Channel er önnur. Báðum rásum stjórna sérfræðingar um kvikmyndir með margra ára uppsafnaða þekkingu. Þeir velja myndirnar sjálfir og setja þær þemabundið á dagskrá. Þar sem auðvelt er að rata um þessar stöðvar ýta þær undir að fólk finni eitthvað nýtt, hvort sem það eru kvikmyndaáhugamenn eða nýgræðingar. Jafnvel eftir að hafa unnið fyrir TCM í sex ár rekst ég enn á myndir í sýningu á stöðinni sem ég hef aldrei séð áður.Þótt sjálfsafgreiðsla sé að verða viðtekin og gervigreind að ná yfirráðum vona ég að hæfnin til að búa til bíómyndadagskrá glatist ekki. Sérhæft val getur verið fullt af ósamræmi og hreinni eðlisávísun, en tæknin getur ekki leikið það eftir.Alicia Malone er þáttastjórnandi hjá Turner Classic Movies.© 2024 The New York Times Company og Alicia Malone Meira
Jillian Turecki Ég ver miklum tíma í að kynna mér ástina – hvað fær hana til að ganga upp, hvað fær hana til að endast og hvernig hjálpa eigi fólki að finna hana. Þetta er bæði starf mitt og ástríða. Það veitir mér ríkulegan tilgang að reyna að skilja þetta djúpstæða fyrirbæri í manninum, löngunina til að stofna til sambands og deila lífinu með einhverjum. Á ferli mínum sem sambandsráðgjafi hef ég komist að því að við gleymum iðulega hinni mjög svo vanmetnu og nokkuð róttæku hugmynd að þótt samband kosti vinnu eigi manni einnig að líða vel í því. Ég hef lært margt á þessu ferðalagi og séð hvað mörg okkar eru óundirbúin fyrir ástina. Kynfræðsla kennir okkur sjaldnast þá samskiptahæfni sem þarf til að láta sambönd endast. Án rækilegrar menntunar falla of mörg okkar fyrir innantómum frösum um ástina eða sögum sem læsa okkur inni í samböndum sem virka ekki.Tökum viðkvæðið að sambönd séu vinna. Nema hvað. Auðvitað kostar varanlegt samband vinnu. Við þurfum að leggja vinnu í að lækna þau sár sem við komum með inn í sambandið. Við þurfum að tileinka okkur hæfni til að koma á sátt eftir rifrildi og koma þörfum okkar á framfæri. Það kostar vinnu að styrkja sambandið gagnvart umheiminum – þeim ytri öflum sem geta lagt byrðar á sambönd. Vissulega er allt þetta vinna. En samband ætti ekki að vera eins og þrotlaus vinna. Sambönd eiga að fara mjúkum höndum um taugakerfi okkar frekar en að keyra upp hormónastarfsemina og soga úr okkur orku. Í sambandi á manni að líða vel.Það er jafn auðvelt að horfa fram hjá nauðsyn þess að líða vel þegar við hugsum um önnur samtöl, sem tengjast samböndum. Sambönd eiga að vera ástríðufull, ekki satt? Já. En ég hef séð hversu auðvelt getur verið að spyrða ástríðu við glundroða og eltast við hæðir og lægðir taugakerfisins. Staðreyndin er sú að manni á einnig að líða vel með ástríðuna. Manni á að líða vel með hana í líkamanum og hún á ekki að setja allt á annan endann. Markmið sambands er að manni líði vel og finni til öryggis gagnvart makanum þannig að tilfinning öryggis verði stökkpallur fyrir tilhlökkun, ástríðu og vöxt.Eftir því sem ég læri meira um ástina eykst vissa mín: Líkamar okkar vita hvað er rétt og við ættum að hlusta á það sem þeir segja okkur.Jillian Turecki er sambandsráðgjafi, stjórnar hlaðvarpinu „Jillian on Love“ og er höfundur bókarinnar It Begins With You: The 9 Hard Truths About Love That Will Change Your Life.© 2024 The New York Times Company og Jillian Turecki Meira
Bókabann í skólum sviptir okkur dýrmætum tækifærum til að skilja hvert annað og okkur sjálf. Meira
Kóreskar konur hafa alltaf verið þrautseigar en þær geta ekki sigrast hjálparlaust á þeirri öfgakenndu kvenfyrirlitningu, öryggisleysi og efnahagsójöfnuði sem þrífst í Suður-Kóreu. Meira
Menntun er lykillinn í baráttunni gegn upplýsingausla og okkar margtengdi heimur er blessun, ekki bölvun. Meira
Í heimi þar sem sífellt meiri skautun og einangrun er að finna getur tónlistin gefið tækifæri til þess að brúa bil og finna sameiginlegan vettvang. Meira
Áhuginn á hernaðartækni og sóknin í sjóði í Sílikondal hefur orðið til þess að stjórnendur hafa misst sjónar á því sem veitir starfsmönnum þeirra innblástur. Meira
Kennarar þurfa að nýta gervigreind til að umbreyta kennarastarfinu frekar en að óttast þær breytingar sem tæknin felur í sér. Meira
Þegar við vorum yngri áttuðum við vinur minn Alaa Abd El Fattah okkur ekki á því hve rækilega fangelsi og ofbeldi ríkisvaldsins áttu eftir að móta líf okkar. Meira
Hið alþjóðlega verkefni að komast yfir tunglið gefur einstakt tækifæri til að snúa bökum saman. Meira
Masha Goncharova Tímamót Hvað má hafa í huga þegar næsta ár er skipulagt? Meira
Árið 2024 breyttist ótti við gervigreind í ótta við að missa af gervigreind. Tæknin er alls staðar – hvort sem hún er rökrétt eða ekki. Þú þarft kannski ekki gervigreindartannbursta en dráttarvél með gervigreind gæti hjálpað bændum að hámarka framleiðslu sína jafnvel þótt veður sé krefjandi og jarðvegurinn lélegur. Og smásalar eru alls staðar að nýta sér tækni sem tengir stafræna heiminn við ytri raunheiminn (e. phygital) til að aðstoða kaupendur. Gervigreind mun hafa áhrif á alla þætti hins alþjóðlega hagkerfis, svo sem fjárfestingarbankastarfsemi, neysluvörur, stóriðju og sjálfstæða sérfræðinga, en áhrifa hennar mun gæta á mismunandi vegu. Hvernig mun gervigreind breyta heiminum árið 2025 með gagnlegum hætti og hvar mun hún birtast bara vegna FOMO (ÓVAMA, óttans við að missa af)? Hvaða áhrif mun hún hafa á efnahagsafkomu heimsins? Við báðum hóp sérfræðinga að íhuga hvernig gervigreind gæti haft áhrif á atvinnulífið og vinnumarkaðinn árið 2025 og næstu ár á eftir. Svör þeirra hafa verið stytt, lesendum til glöggvunar. Meira
Fyrirtæki vilja áfram fjárfesta í sjálfbærni þótt sum þeirra þori ekki að auglýsa það lengur. Meira
Lærdómur okkar af impressjónistunum hefur enn áhrif á hnattvæddan listaheim nútímans og blæs honum í brjóst. Meira
Í mars síðastliðnum var lýðfræðingurinn Jennifer D. Sciubba í viðtali í hlaðvarpinu The Ezra Klein Show á vegum The New York Times, þar sem hún ræddi hvers vegna færri börn eru í hverri fjölskyldu nú til dags, jafnvel meðal auðugra þjóða. Meira
Þótt gervigreind sé sveipuð áhættu veitir hún fyrirheit um byltingu í hvernig við sjáum heiminn. Meira
New York Times sendi viðtal við Ted Sarandos aðstoðarforstjóra Netflix út á hlaðvarpi sínu „Viðtalinu“ í maí þar sem hann sagði frá upphafi Netflix sem streymisveitu og frumherja hámhorfsins. Meira