Menning Laugardagur, 11. janúar 2025

Miðlun „Með þessu viljum við reyna að koma til móts við ólíka hópa,“ segir Ingibjörg Þórisdóttir um fyrirlestrana.

Dýrgripir sem eiga enn erindi

Fyrirlestraröð á vegum Árnastofnunar hefur göngu sína í Eddu • Tengist handritasýningunni Heimur í orðum á ólíka vegu • Meiri áhersla á að miðla menningararfinum til almennings Meira

Lof Farið er yfir langan feril Steinu Vasulka í virtum söfnum erlendis.

Steina Vasulka fær lofsamlegan dóm

Steina Vasulka fær lofsamlegan dóm í bandaríska miðlinum ARTnews vegna yfirlitssýningar sem nú stendur yfir á verkum hennar í MIT List Visual Arts Center í Cambridge, Bandaríkjunum Meira

Ljúfsár Egill Ólafsson í Snertingu.

Vinsælustu kvikmyndir ársins 2024

Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Kvikmyndin halaði inn yfir 100 milljónir króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund áhorfendur sáu hana í kvikmyndahúsum landsins Meira

Einstakur Áhrif Árna Grétars Jóhannessonar á íslenskt tónlistarlíf voru mikil. Portrettið af honum var tekið 2019.

Án tónlistar …

… væri lífið mistök. Svo sagði heimspekingurinn umdeildi Friedrich Nietzsche. Hjá Árna Grétari heitnum Jóhannessyni var lífið blessunarlega stútfullt af tónlist og gjafir hans á því sviði miklar. Meira

Form Táknmyndir sem fanga ákveðin augnablik.

Listaverk sem snúast um að vera til staðar

Sýning Öldu Rose Cartwright Ég er hér verður opnuð í dag kl. 14 í Listasal Mosfellsbæjar. Um er að ræða silkiþrykk- og grafíkverk en yfirskrift sýningarinnar Ég er hér er mantra sem snýst um hugmyndina um að vera til staðar í augnablikinu og… Meira

Vampírumynd „Jafnvel mynd um vampíru getur komið mikilvægum boðskap til skila,“ skrifar rýnir. Lily-Rose Depp í hlutverki sínu í myndinni.

Nauðgað af Orlok greifa

Sambíóin og Laugarásbíó Nosferatu ★★★½· Leikstjórn: Robert Eggers. Handrit: Robert Eggers. Aðalleikarar: Lily-Rose Depp, Nicholas Hoult, Bill Skarsgård, Aaron Taylor-Johnson, Emma Corrin og Willem Dafoe. Bandaríkin, Bretland og Ungverjaland, 2024. 132 mín. Meira

Áslaug Jónsdóttir

Menningarviðurkenningar RÚV fyrir 2024

Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2024 voru afhentar í vikunni. Áslaug Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir „fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar“ Meira

Erlendar klassískar plötur ársins 2024

Öfugt við það sem margir kynnu að halda, þá þrífst útgáfa klassískrar tónlistar vel og gildir þá einu hvort rætt er um plötur, geisladiska eða útgáfur á streymisveitum. Ég fylgist vel með útgáfubransanum og hef valið tíu plötur sem komu út á árinu… Meira

Jamie Lee Curtis

Eldarnir vestanhafs hafa áhrif á Óskarinn

Bandaríska kvikmyndaakademían hefur ákveðið að lengja um tvo daga þann tíma sem meðlimir hennar hafa til að greiða atkvæði um Óskarsverðlaunatilnefningar. Er þetta viðbragð við þeim mannskæðu gróðureldum sem geisa í Los Angeles, en áætlað er að… Meira

Ferðalok Arnaldur Indriðason átti mest seldu bók ársins 2024.

Ferðalok mest selda bókin árið 2024

Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason var mest selda bókin árið 2024 hvort heldur horft er til metsölulista Pennans Eymunds­sonar, sem nær aðeins til umræddrar bókakeðju, eða Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút), sem byggir á sölunni hjá A4, … Meira

Veisla Gamla góða krítartaflan lýgur ekki.

Frí kolla í boði Man. United

Hið fornfræga knattspyrnufélag Manchester United hefur ekki gefið mér neitt gegnum tíðina. Satt best að segja aðallega kallað yfir mig þjáningu og almenn leiðindi vegna þess að það hefur verið svo gott í fótbolta og haldið mínum mönnum, Arsenal, frá ófáum titlunum Meira