Fréttir Þriðjudagur, 14. janúar 2025

Atkvæði Það var víðar en í Kópavogi sem utankjörfundaratkvæði ónýttust.

Atkvæði líka í súginn í Norðausturkjördæmi

Það var ekki aðeins í Suðvesturkjördæmi sem atkvæði greidd utan kjörfundar fyrir síðustu alþingiskosningar misfórust. Það henti einnig í Norðausturkjördæmi. Þetta staðfestir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, í samtali við Morgunblaðið Meira

Kal Bændur urðu fyrir búsifjum vegna kals í túnum síðasta vor.

Bjargráðasjóður styrkir bændur

Bændur sem urðu fyrir kaltjóni veturinn 2023 til 2024 fá styrk úr Bjargráðasjóði til að mæta kostnaði vegna tjónsins. Stjórn Bjargráðasjóðs samþykkti á fundi sl. föstudag að veita styrki sem nema tæplega 300 milljónum króna vegna kaltjónsins Meira

Jökulhlaup Síðasta jökulhlaup úr Grímsvötnum var fyrir ári.

Á varðbergi vegna jökulhlaups

Jökulhlaup úr Grímsvötnum hafið og eldstöðin er tilbúin til að gjósa • Ekki búist við stóru hlaupi • Síðast varð jökulhlaups vart fyrir ári • Sérfræðingar Veðurstofunnar skoða aðstæður í dag Meira

Frakkastígur 1 Bogadregnar útlínur á jarðhæð hússins eru komnar í ljós. Ljúka á uppsteypu í lok mars.

Verður klætt með gömlum vegriðum

Uppbygging nýs fjölbýlishúss við Frakkastíg 1 í Reykjavík er komin vel á veg og eru stórir bogadregnir gluggar á jarðhæð komnir í ljós. Framkvæmdafélag Arnarhvols byggir húsið fyrir Iðu sem hafði sigur í samkeppni um grænt húsnæði framtíðarinnar á lóðinni Frakkastíg 1 Meira

Íbúar haldi köttum sínum innandyra

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem verða varir við dauða eða veika fugla eru beðnir um að meðhöndla þá ekki heldur hafa tafarlaust samband við Dýraþjónustuna. Reykjavíkurborg hefur sent tilmæli til borgarbúa vegna fuglaflensufaraldurs í Reykjavík, sem… Meira

Utankjörfundaratkvæði Atkvæðin reyndust öllu fleiri en sagt var.

Utankjörfundaratkvæðin í Kópavogi voru 25 alls

Ekki 12-15 eins og bæjaryfirvöld sögðu • Alþingi fær umsögn á morgun Meira

Breiðafjarðarferjan Vegagerðin keypti ferjuna Baldur frá Noregi árið 2023.

Kæra útboð ferjusiglinga

Niðurstaða útboðs vegna rekstrar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs hefur verið kærð og ríkir því óvissa um það hvaða félag muni annast reksturinn. Hinn 16. september 2024 auglýsti Vegagerðin útboðið „Rekstur Breiðafjarðarferju 2025-2028“ Meira

Við Hlíðarfót Haukahlíð 6, I-reitur, er græni bletturinn lengst til hægri.

Íbúar á Hlíðarenda ekki verið upplýstir

Framkvæmdastjóri Bjargs segir skipulag hafa legið fyrir Meira

Ragnheiður Torfadóttir

Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. janúar sl., 87 ára að aldri. Ragnheiður fæddist á Ísafirði 1. maí 1937 en flutti sex ára með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur Meira

Rafmagn HMS er aðeins með takmarkaðan fjölda skráðan hjá sér.

Færri rafmagnsslys síðustu ár

Meirihluta má rekja til mannlegra mistaka • Bilun, hrörnun og röng notkun Meira

Suður-Mjódd Rúmmál vöruhússins er margfalt miðað við það sem gert er ráð fyrir þegar byggingarmagn er metið út frá nýtingarhlutfalli.

Hafna hugmyndum sviðsstjórans

Hörð viðbrögð við útskýringum Ólafar Örvarsdóttur • Spyrja hvers vegna brotaþoli eigi að þurfa að laga sig að skipulagsmistökum við Álfabakka • Húsið hannað samkvæmt kröfum frá Félagsbústöðum Meira

Tindastóll Skíðasvæðið hefur verið eftirsótt meðal skíðaunnenda en ekkert verið opið í vetur vegna snjóleysis.

Tindastóll hefur verið án samnings í Tindastóli

„Við erum að vinna í þessu hörðum höndum og reynum að vera bjartsýn á að niðurstaða fáist,“ segir Helga Daníelsdóttir, formaður skíðadeildar Umf. Tindastóls á Sauðárkróki, en ekki hefur verið hægt að opna skíðasvæðið í fjallinu… Meira

Fyrir Hér er Casa Pine sem Friðgeir bjó í á Pine Street í Altadena, gamalgrónu og fallegu hverfi.

„Eins og kjarnorkusprengja hafi fallið“

Altadena-hverfið í LA varð eldinum að bráð á sjö tímum • „Eins og logandi fellibylur“ • Enginn mannlegur máttur hefði getað stöðvað eldhafið á 160 km hraða á klst. • Býst við fólksflótta frá LA   Meira

Guðríður Lára Þrastardóttir

Jón Magnús og Guðríður aðstoða Ölmu heilbrigðisráðherra

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ráðið sem aðstoðarmenn sína þau Jón Magnús Kristjánsson lækni og Guðríði Láru Þrastardóttur lögfræðing. Guðríður Lára hefur verið aðstoðarmaður þingflokks Samfylkingarinnar frá árinu 2022 Meira

105 útköll vegna gróðurelda

Slökkvilið landsins sinntu samtals 656 útköllum á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þar af voru 107 vegna umferðarslysa, þar sem 105 einstaklingar voru slasaðir og var 21 einstaklingur fastklemmdur. Þetta kemur fram í samantekt Húsnæðis- og… Meira

Heitstrenging Erla Guðmundsdóttir segir litlu skrefin árangursríkust.

Flest áramótaheit runnið í sandinn

Heilsumarkþjálfinn Erla Guðmundsdóttir segir að síðustu ár hafi fækkað í hópi þeirra Íslendinga sem strengja sér áramótaheit. Þá benda erlendar rannsóknir einnig til þess að strengd áramótaheit víða um heim eigi sér ekki langa lífdaga, heldur renni… Meira

Palisades Vika er nú liðin frá því að gróðureldarnir blossuðu upp og glímir slökkviliðið enn við þrjá aðskilda gróðurelda í Los Angeles og nágrenni.

Varað við vindhviðum næstu daga

Óttast að gróðureldarnir geti aftur blossað upp • Minnst 24 látnir í eldunum • Slökkviliðsmenn frá Kanada og Mexíkó sendir til Los Angeles • Selenskí býður fram aðstoð Úkraínumanna í slökkvistarfi Meira

Úkraína Annar af stríðsföngunum tveimur frá Norður-Kóreu.

Hafa misst 3.000 hermenn í Kúrsk

Lee Seong-kweun, þingmaður á suðurkóreska þinginu, sagði í gær að upplýsingar suðurkóresku leyniþjónustunnar, NIS, bentu til þess að Norður-Kóreumenn hefðu misst um 3.000 manns í heildina í bardögum sínum við Úkraínumenn Meira

Atvinnuleysi gæti farið yfir 4% í janúar

Skráð atvinnuleysi á landinu hefur þokast lítið eitt upp á við á síðustu mánuðum en atvinnuleysið er þó eftir sem áður lágt hér á landi í samanburði við önnur Evrópulönd. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að atvinnuleysi á… Meira

Pósturinn Boðið var upp á köku í tilefni 50 ára starfsafmælis Eyjólfs.

Hjartað í starfseminni

Eyjólfur hefur unnið hjá Póstinum í yfir hálfa öld • Hefur lagt sitt af mörkun í allri þróun tæknimála Meira