Fréttir Fimmtudagur, 16. janúar 2025

Fjölskylda Agla Friðjónsdóttir ásamt manni og börnum í Los Angeles.

Hafa varla sofið í marga daga í LA

„Við erum búin að vera með öndina í hálsinum og höfum varla sofið í marga daga út af ástandinu,“ segir Agla Friðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles, sem býr í hverfinu Woodland Hills, rétt við gróðureldana sem geisað hafa í borginni undanfarið Meira

Elma Dögg Frostadóttir

Hjartað sló með þjóðinni

30 ár eru í dag frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík • 200 metra breitt flóð hreif með sér 15 hús • Elma Dögg minnir á þrekvirki sem heimamenn unnu Meira

Jarðvinna Framkvæmdir halda áfram við Álfabakka 2 á meðan íbúar bíða eftir samráðsfundi. Stórvirkar vinnuvélar að störfum við vöruhúsið í gær.

Skoðað hvort hægt sé að laga

Reykjavíkurborg og uppbyggingaraðilar vinna nú að tillögum um breytingar á húsinu að Álfabakka 2 vegna harðrar gagnrýni sem upp kom þegar húsið reis með miklum hraða. Einnig hefur borgarstjóri boðað samráð og samvinnu við Búseta og íbúa í nágrenni hússins Meira

Orkuskortur Landsvirkjun segir að frekari seinkun verkefnisins muni hafa mjög neikvæðar afleiðingar fyrir vöxt og viðgang samfélagsins.

Nýjar vatnsaflsvirkjanir í uppnámi

Leyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi • Líklega áfrýjað Meira

Ríkissáttasemjari Farið var yfir stöðu mála í Karphúsinu í gær.

Heimavinna fram að fundi á morgun

Samn­inga­nefnd­ir kenn­ara og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sendu rík­is­sátta­semj­ara sam­eig­in­lega beiðni á þriðjudag þar sem óskað var eft­ir fundi í kjaraviðræðum þeirra í gær. Viðræðuhlé hafði staðið yfir frá því á föstu­dag og… Meira

Kosningar Landskjörstjórn telur að gera eigi framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu skilvirkari og öruggari.

Ágallar á framkvæmd kosninganna

Landskjörstjórn skilaði umsögn um þingkosningarnar til Alþingis í gær • Vill endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu • Annmarkar voru á talningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi Meira

Húsavík Aðgerðastjórn verður opin á Húsavík milli 8 og 12 næstu daga.

Hlaupórói mælist í Grímsvötnum

Talsverður hlaupórói mældist á skjálftamælum við Grímsvötn í gær og ágerðist þegar leið á daginn. Er það mat sérfræðinga Veðurstofu Íslands að jökulhlaupið sem hófst á mánudag nálgist nú hámarksrennsli Meira

Borgarfjörður Brúin féll rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun skömmu eftir að maður keyrði yfir hana til að komast til vinnu. Hún var reist árið 2023.

Bráðabirgðabrú féll í Borgarfirði

Brúin ársgömul og ekki fékkst fjármagn fyrir varanlegri brú á svæðinu Meira

Korputorg Fyrirhuguð vetnisframleiðsla verður á svipuðum slóðum og tengivirkið norðan Korputorgs er nú.

Áforma framleiðslu vetnis við Korpu

Uppi eru áform um að hefja framleiðslu vetnis og byggingu vetnisáfyllingarstöðvar við hlið tengivirkis Landsnets og dreifistöðvar Veitna við Korpu í Reykjavík, en ætlunin er að nýta vetnið sem eldsneyti fyrir samgöngur Meira

Raforka Landsnet þarf að greiða orkufyrirtækjum til baka.

Greiðir þrjá milljarða til baka

Landsvirkjun fær mest vegna innmötunargjalds, eða 2,4 milljarða króna Meira

Flutningar Handrit í kössum. Arnar Rúnar Marteinsson lögregluvarðstjóri fremst á myndinni en alls öryggis þurfti að gæta við þessar aðgerðir

Tæma Árnagarð

Flutningi á handritunum úr Árnagarði við Suðurgötu í Reykjavík í Eddu – hús íslenskunnar lauk í gær. Starfsfólk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum bar út, undir lögregluvernd, þá tvo dýrgripi sem eftir voru í húsinu, þ.e Meira

Veisla Gestir á Þorrablóti Garðabæjar í fyrra voru vel stemmdir.

Þorravertíðin hefst með látum

Þúsundir gesta á stærstu blótunum • Það tekur enginn af mér titilinn, segir Þorrakóngurinn • Fyrstu stóru blótin haldin um helgina en þau stærstu verða um aðra helgi • Víða er uppselt Meira

Vinningstilagan Verkið á að lyfta upp og fanga athygli og hughrif gestanna.

Verkið „Ár er alda“ valið

Nýtt skyggni við aðalinngang Sjávarútvegshússins • Miklar endurbætur Meira

Skál! Þorrabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar og það gleður marga.

Pungar og Surtir komnir í verslanir

Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum í dag, rúmri viku fyrir bóndadag þegar þorrinn gengur í garð. Þetta árið verða 22 tegundir þorrabjórs í sölu auk þess sem eina tegund þorrabrennivíns er þar einnig að finna Meira

Í háska Bifreið ferðamannanna hafnaði langt utan vegar í köldu og djúpu vatni. Bíllinn fór nánast allur á kaf.

Björgunarmaður synti með líflínu

Ferðamenn fastir á þaki bifreiðar í ísköldu og djúpu vatni Meira

Viðbragð Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn undirbúa verkfall.

Búa sig undir verkfallsaðgerðir

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn orðnir þreyttir á stöðu mála Meira

Þórarinn G. Pétursson

Þórarinn í embætti varaseðlabankastjóra

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað Þórarin G. Pétursson í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu til fimm ára frá og með deginum í gær. Sjö sóttu um embættið en einn dró umsókn sína til baka Meira

Eyðilegging Stórt svæði í miðhluta Súðavíkur var rústir einar eftir snjóflóðið sem rann að fjölbýlishúsinu sem sést á myndinni. Brak úr húsunum var dreift yfir svæðið.

Snjórinn kom á 100 kílómetra hraða

Þrjátíu ár eru liðin frá því að snjóflóð féll á Súðavík við Ísafjarðardjúp • Fjórtán létu lífið, þar af átta börn • Tólf bjargað úr snjónum • Björgunarfólk vann þrekvirki við afar erfiðar aðstæður Meira

Dagbjört Hjaltadóttir Systir Dagbjartar og eiginmaður misstu allt í snjóflóði í Súðavík.

„Þetta er litla systir mín“

Systir fórnarlamba snjóflóðanna sem féllu í Súðavík segir kerfið hafa brugðist • Enginn var þeim innan handar • Völdu sjálf sálfræðing í símaskránni • Dýrmætar eigur týndust í haug Meira

Á sjúkrahúsinu Elma og fjölskylda á forsíðu blaðsins 19. janúar 1995.

„Ég sé ljósið, ég sé ljósið, ég sé ljósið“

Elmu Dögg var bjargað úr rústum snjóflóðsins eftir fimmtán tíma Meira

„Viljum ekki sóun í opinberum rekstri“

Lét gervigreind greina tillögur almennings • Sparar mikinn tíma í vinnslu gagna • Að mörgu að huga við túlkun gagna • Meta þarf gæði tillagna og fýsileika • Innbyggð hlutdrægni er möguleg Meira

Los Angeles Félagið stendur fyrir viðburði á hverjum ársfjórðungi.

120 manns í Íslendingafélaginu

„Íslendingafélagið í Los Angeles hefur verið starfrækt í mörg ár, en starfsemin datt svolítið niður í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Agla Friðjónsdóttir sem er formaður félagsins í dag ásamt Tönju Ólafíu Gylfadóttur Meira

Palisades Hér er verslunargata í Palisades Village rústir einar, en hafði verið tíður viðkomustaður fjölskyldunnar.

„Höfum varla sofið í marga daga“

Býr rétt við eldsvæðið • Börnin skynja hættuna í loftinu Meira

Einingahús Skjólgörðunum var ætlað að vera ráðstöfun til skemmri tíma.

„Skjólgarðar“ enn í biðstöðu

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ákveðið að skoða búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi í víðu samhengi og stendur sú vinna yfir. Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að þetta hafi verið ákveðið… Meira

Nýja brúin Efri-Laugardælaeyja er í miðri Ölfusá. Reistur verður 60 metra hár turn þar og því er rannsókna þörf.

Tæki flutt með pramma út í eyju

Framkvæmdir hafnar vegna byggingar nýrrar brúar yfir Ölfusá • Tækjabúnaður fluttur yfir í Efri-Laugardælaeyju vegna rannsókna sem þar verða gerðar • Vegavinna hefst vestan við ána Meira

Sundahöfn Risaskipið Norwegian Prima hefur bókað átta komur í sumar. Það er eins og margra hæða fjölbýlishús enda næstum 5.000 manns þar um borð.

Skiptifarþegar aldrei verið fleiri

Færri komur skemmtiferðaskipa bókaðar til Reykjavíkur en í fyrra • Fækkunin er fyrst og fremst á leiðangursskipum • Farþegar verða um 320 þúsund talsins • Þar af eru skiptifarþegar 168 þúsund Meira

Jóna Þórey Pétursdóttir

Jóna Þórey aðstoðar Jóhann Pál

Jóna Þórey Pétursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Jóna Þórey er lögmaður og hefur starfað hjá Rétti lögmannsstofu frá árinu 2022 og einkum sinnt málum á sviði umhverfis- og eignaréttar Meira

Dynjandisheiði Mælingar 1957, f.v.: Svanur Sveinsson, Jón J. Víðis, Jakob Hálfdanarson og Guðmundur.

„Ég hef aldrei orðið svangur síðan“

Hóf störf hjá Vegagerðinni 14 ára og fór þaðan á eftirlaun • Járnbraut frá Snorrabraut til Selfoss á teikniborðinu • „Þá sat ég á púða til að sjá yfir stýrið“ • Eina klósettið var í kjallaranum Meira

Tækni Trausti Eiríksson sölustjóri OK segir að skuggaupplýsingatækni hafi lengi verið vandamál. Margir leiti í ósamþykkt tól og búnað.

Skuggagervigreind eykur líkur á árásum

Fyrirtæki setji sér gervigreindarstefnu • Hröð þróun Meira

Lvív Jaróslava Súkatsj skoðar rústir heimilis síns eftir árás Rússa.

Réðust aftur að orkuframleiðslunni

Rússar skutu rúmlega 40 eldflaugum og sendu 70 dróna til árása á Úkraínu • Svar við stærstu loftárás Úkraínumanna frá upphafi innrásar • Ástralska ríkisstjórnin kallaði sendiherra Rússa á teppið Meira

Seúl Lögregluþjónar klipptu gaddavírsgirðingar sem lífverðir Yoons höfðu reist við forsetahöllina.

Yoon handtekinn eftir umsátur

Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk-yeol, var handtekinn í gærmorgun vegna tilraunar sinnar til þess að víkja þingi landsins frá með herlögum. Yoon sætir nú ákæru fyrir uppreisn vegna herlaganna, en hann hefur neitað að viðurkenna að handtökuskipunin sé lögmæt Meira

Skírnir Sigurbjörnsson

Undirbúa vatnsaflsvirkjun á Austurlandi

Geitdalsá verður stífluð í farvegi sínum og vatni veitt í sjö kílómetra langri pípu að stöðvarhúsinu. Síðan mun allt vatn sem fer í gegnum stöðvarhúsið skila sér aftur í ána örlítið neðar,“ segir Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hydro hf Meira

Landsliðskokkur Bjarki Snær Þorsteinsson, landsliðskokkur og grænmetiskokkur ársins 2024, heldur mikið upp á flatfisk og ber skatan þar af. Hann lærði að meta ferska skötu þegar hann vann í Noregi.

Nýstárleg pönnusteikt fersk skötubörð

Bjarki Snær Þorsteinsson landsliðskokkur, sem einnig ber titilinn grænmetiskokkur ársins fyrstur manna, hefur virkilega gaman af því að elda úr nýjum og fallegum fiski og finnst hann vera mikilvægur hluti af íslenskum matarvenjum. Meira

Félagsmál Páll Andrésson á fundi Aðdáendaklúbbs Loftleiða í liðinni viku.

Grét sig í svefn í 15 ár

Páll Andrésson kvaddi Lúxemborg með söknuði • Hefur verið á fullu í félagsmálum í yfir 50 ár Meira