Íþróttir Fimmtudagur, 16. janúar 2025

Ísland Hafsteinn Óli Ramos skýtur að marki KA í leik með Gróttu í vetur.

Syngur ekki íslenska þjóðsönginn í kvöld

Hafsteinn Óli Ramos ætlar ekki að syngja íslenska þjóðsönginn fyrir leik Íslands og Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótinu í handbolta í Zagreb í kvöld. Hafsteinn er í fyrsta sinn í hópi Grænhöfðeyinga á stórmóti en hann lék áður með yngri landsliðum Íslands og spilar með Gróttu í úrvalsdeildinni Meira

HM 2023 Paulo Moreno og Bruno Landim reyna að stöðva Janus Daða Smárason í leik þjóðanna á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð.

Tíu marka munur síðast

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur keppni á heimsmeistaramótinu í kvöld klukkan 19.30 þegar það mætir liði Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu. Á undan, eða klukkan 17, mætast Slóvenía og Kúba í hinum leiknum í fyrstu umferð riðilsins Meira

Fyrirliðinn Leandro Semedo í leiknum við Ísland á HM 2023.

Mætum einu af bestu liðum heims

Lið Grænhöfðaeyja mætir til leiks á heimsmeistaramótinu í handbolta með það að markmiði að endurtaka leikinn frá HM 2023, sem er að komast áfram úr riðlinum og í milliriðil mótsins. „Við erum aðeins í þriðja skipti á HM en höfum góða leikmenn og mikinn metnað Meira

Bakvörður dagsins er oftast góður í að stilla væntingum í hóf þegar kemur…

Bakvörður dagsins er oftast góður í að stilla væntingum í hóf þegar kemur að íþróttum. Hann hefur lært að það er besta leiðin til að verða ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar á móti blæs. Sú væntingastjórnun er aðeins erfiðari á HM karla í handbolta… Meira

Sprækur Aron Pálmarsson á æfingu íslenska liðsins í Zagreb í gær. Hann gæti óvænt tekið þátt í riðlakeppninni eftir hraðan bata eftir meiðsli.

Útilokar ekki að Aron komi fyrr inn

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, hefur verið að glíma við kálfameiðsli að undanförnu. Þrátt fyrir það er Aron í HM-hópnum og var stefnt á að hann byrjaði að spila með íslenska liðinu í milliriðli Meira

Valur hefur samið við norska knattspyrnumanninn Markus Lund Nakkim um að…

Valur hefur samið við norska knattspyrnumanninn Markus Lund Nakkim um að leika með liðinu næstu tvö ár. Nakkim er 28 ára miðvörður sem kemur frá Orange County í bandarísku B-deildinni. Áður lék hann með HamKam, Mjöndalen, Viking, Strömmen og Vålerenga í heimalandinu Meira

Klár Sveinn Jóhannsson er klár í slaginn eftir óvænt kall í HM-hópinn vegna meiðsla Arnars Freys.

Ætla að nýta tækifærið

Sveinn kallaður inn í hópinn þegar Arnar meiddist • Svekktur að vera ekki í upprunalega hópnum • Kann vel við sig í Noregi • Ætlar að taka fast á Hafsteini Meira