Hafsteinn Óli Ramos ætlar ekki að syngja íslenska þjóðsönginn fyrir leik Íslands og Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótinu í handbolta í Zagreb í kvöld. Hafsteinn er í fyrsta sinn í hópi Grænhöfðeyinga á stórmóti en hann lék áður með yngri landsliðum Íslands og spilar með Gróttu í úrvalsdeildinni Meira
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur keppni á heimsmeistaramótinu í kvöld klukkan 19.30 þegar það mætir liði Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu. Á undan, eða klukkan 17, mætast Slóvenía og Kúba í hinum leiknum í fyrstu umferð riðilsins Meira
Lið Grænhöfðaeyja mætir til leiks á heimsmeistaramótinu í handbolta með það að markmiði að endurtaka leikinn frá HM 2023, sem er að komast áfram úr riðlinum og í milliriðil mótsins. „Við erum aðeins í þriðja skipti á HM en höfum góða leikmenn og mikinn metnað Meira
Bakvörður dagsins er oftast góður í að stilla væntingum í hóf þegar kemur að íþróttum. Hann hefur lært að það er besta leiðin til að verða ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar á móti blæs. Sú væntingastjórnun er aðeins erfiðari á HM karla í handbolta… Meira
Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, hefur verið að glíma við kálfameiðsli að undanförnu. Þrátt fyrir það er Aron í HM-hópnum og var stefnt á að hann byrjaði að spila með íslenska liðinu í milliriðli Meira
Valur hefur samið við norska knattspyrnumanninn Markus Lund Nakkim um að leika með liðinu næstu tvö ár. Nakkim er 28 ára miðvörður sem kemur frá Orange County í bandarísku B-deildinni. Áður lék hann með HamKam, Mjöndalen, Viking, Strömmen og Vålerenga í heimalandinu Meira
Sveinn kallaður inn í hópinn þegar Arnar meiddist • Svekktur að vera ekki í upprunalega hópnum • Kann vel við sig í Noregi • Ætlar að taka fast á Hafsteini Meira