Botnlið Hauka gerði sér lítið fyrir og sigraði Tindastól, 100:99, í æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Tindastóli mistókst þar með að ná efsta sætinu úr höndum Stjörnunnar, sem tapaði fyrir ÍR í gærkvöld Meira
Fram lenti í talsverðu basli með ÍR í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í gærkvöld þegar liðin mættust í Úlfarsárdal en hafði þó betur að lokum, 22:20. Fram náði þar með Haukum að stigum í öðru til þriðja sætinu með 18 stig, fjórum stigum á eftir Val Meira
Kúba er annar mótherji Íslands á heimsmeistaramóti karla í handknattleik en þjóðirnar mætast í annarri umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu í kvöld klukkan 19.30. Kúbumenn fengu skell gegn Slóveníu, 41:19, í fyrsta leiknum á fimmtudaginn og virðast vera með lakasta liðið í riðlinum Meira
Norðmaðurinn Erling Haaland skrifaði undir einstakan samning í gær en hann samdi þá að nýju við enska knattspyrnufélagið Manchester City til tæplega tíu ára, til sumarsins 2034. Haaland átti tvö og hálft ár eftir af fyrri samningi sínum Meira
Þorsteinn Leó spilaði fyrsta leikinn og skoraði fyrstu mörkin á stórmóti gegn Grænhöfðaeyjum • Hefur bætt sig mikið í Portúgal • Stoltur af stóru systur Meira
ÍR-ingar halda áfram að safna stigum í úrvalsdeild karla í körfubolta og þeir komu sér fjórum stigum frá fallsæti í gærkvöld þegar þeir skelltu toppliði Stjörnunnar í spennuleik í Skógarseli, 103:101, eftir framlengingu Meira
„Ég er eins og lítill krakki á jólunum og ég er ofboðslega spenntur fyrir komandi verkefnum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær Meira
Jón Erik Sigurðsson , landsliðsmaður í alpagreinum, hélt áfram að gera það gott á mótum Alþjóðaskíðasambandsins á Ítalíu í fyrradag. Hann fékk þá silfurverðlaun á stórsvigsmóti í Pozza di Fassa og komst þar með á verðlaunapall í þriðja skipti á tæpri viku Meira
Frammistaða Íslands var heilt yfir góð. Slæmur 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik breytir því ekki. Íslensku leikmennirnir vildu ekki aðeins vinna fyrsta leik heldur sýna frammistöðu sem lofar góðu fyrir framhaldið og það tókst Meira
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur keppni á heimsmeistaramótinu í kvöld klukkan 19.30 þegar það mætir liði Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu. Á undan, eða klukkan 17, mætast Slóvenía og Kúba í hinum leiknum í fyrstu umferð riðilsins Meira
Lið Grænhöfðaeyja mætir til leiks á heimsmeistaramótinu í handbolta með það að markmiði að endurtaka leikinn frá HM 2023, sem er að komast áfram úr riðlinum og í milliriðil mótsins. „Við erum aðeins í þriðja skipti á HM en höfum góða leikmenn og mikinn metnað Meira
Bakvörður dagsins er oftast góður í að stilla væntingum í hóf þegar kemur að íþróttum. Hann hefur lært að það er besta leiðin til að verða ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar á móti blæs. Sú væntingastjórnun er aðeins erfiðari á HM karla í handbolta… Meira
Sveinn kallaður inn í hópinn þegar Arnar meiddist • Svekktur að vera ekki í upprunalega hópnum • Kann vel við sig í Noregi • Ætlar að taka fast á Hafsteini Meira
Valur hefur samið við norska knattspyrnumanninn Markus Lund Nakkim um að leika með liðinu næstu tvö ár. Nakkim er 28 ára miðvörður sem kemur frá Orange County í bandarísku B-deildinni. Áður lék hann með HamKam, Mjöndalen, Viking, Strömmen og Vålerenga í heimalandinu Meira
Liverpool er áfram með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Nottingham Forest, 1:1, í toppslag liðanna á City Ground í Nottingham í gærkvöld. Framganga Forest í vetur hefur verið gríðarlega óvænt og… Meira
Jafnræði liðanna í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á þessu tímabili sást vel í gærkvöld þegar botnliðin Aþena og Grindavík voru afar nærri því að vinna óvænta sigra gegn Njarðvík og Keflavík í fjórtándu umferð deildarinnar Grindavík mætti til… Meira
Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir skrifaði í gær undir samning til hálfs þriðja árs, til sumarsins 2027, við spænska félagið Madrid CFF sem kaupir hana af Lilleström í Noregi Meira
Elliði með fyrirliðabandið í fjarveru Arons og Ómars Inga • Stórt augnablik að leiða liðið inn á völlinn • Svekkjandi að fá rautt spjald í fyrsta leik með bandið Meira
Geir Sveinsson hefur trú á íslenska liðinu á komandi heimsmeistaramóti • Hópurinn þarf að gera alvörukröfur Meira
Enn einu sinni er karlalandsliðið í handbolta gleðigjafi og helsta umræðuefni janúarmánaðar hjá íslensku þjóðinni. Í 25. skipti af 26 mögulegum frá aldamótum er liðið mætt til leiks á HM eða EM og á 28 Meira
Knattspyrnumaðurinn Eyþór Aron Wöhler er genginn til liðs við 1. deildar lið Fylks frá KR og hefur samið við Árbæjarfélagið til tveggja ára. Eyþór kom til KR frá Breiðabliki rétt eftir að síðasta tímabil hófst en náði ekki að festa sig í sessi í Vesturbænum Meira
ÍR og Selfoss gerðu jafntefli, 17:17, í hörkuleik í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á laugardag. Eftir leikinn er ÍR í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig en Selfoss er í fjórða sæti með níu stig Meira
Ríkjandi bikarmeistarar Manchester United höfðu betur gegn Arsenal í vítaspyrnukeppni þegar liðin áttust við í stórleik 3. umferðar ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla á Emirates-leikvanginum í Lundúnum í gær Meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola tap, 26:24, gegn Svíþjóð í Malmö á laugardag í lokaleik sínum fyrir HM sem hefst á þriðjudag. Sömu lið gerðu jafntefli, 31:31, á fimmtudaginn var. Góðu fréttirnar eru þær að íslenska liðið á mikið inni og getur spilað mun betur en það gerði á laugardag Meira
Unnu báða leikina á Ásvöllum gegn Galychanka Lviv frá Úkraínu með tveimur mörkum • Meiri yfirburðir í síðari leiknum • Elín Klara og Rut reyndust drjúgar Meira