Fréttir Mánudagur, 20. janúar 2025

Jóhann Páll Jóhannsson

Boðar frumvörp um virkjanir

Verið að skrifa frumvarp vegna Hvammsvirkjunar • Lögum um vatnamál breytt • Jóhann Páll segir frumvarp um einföldun regluverks á þingmálaskrá ríkisstjórnar Meira

Helgi Eyleifur Þorvaldsson

Dregur úr fæðuöryggi

„Á Norðurlöndunum er gert ráð fyrir 6-12 mánaða öryggislager en á Íslandi hafa verið til birgðir í 3-4 mánuði. Þegar Kornax-verksmiðjunni verður lokað verða birgðir aðeins til eins mánaðar. Það verður enginn lengur með birgðir af hveiti þegar… Meira

Endurfundir Fjölskylda Romi Gonen tekur henni opnum örmum á Sheba-heilbrigðisstofnuninni. Hún er ein þriggja sem losnuðu úr haldi Hamas í gær.

Fyrstu gíslar Hamas lausir úr haldi

Þremur ungum konum var í gær sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna er fyrsti áfangi vopnahlésins í 15 mánaða löngu stríði milli Ísraels og Hamas tók gildi. Konurnar þrjár heita Romi Gonen, Emily Damari og Doron Steinbrecher, og hafa verið í haldi Hamas frá hryðjuverkaárásinni 7 Meira

Forysta Áslaug Arna segir brýnt að Sjálfstæðisflokkur endurnýi erindi sitt undir nýrri forystu og veiti öfluga stjórnarandstöðu.

Hugleiðir framboð til formanns

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir liggur undir feldi • Hefur fengið ótal áskoranir innan flokks sem utan •  Vill ráðfæra sig við flokksfólk áður en lengra er haldið l  Fimm vikur í landsfund Sjálfstæðisflokksins Meira

Íshrannir lokuðu vegi við Arnarbæli í Ölfusi

Verktakar voru í gær að ryðja íshrönnum af Arnarbælisvegi í Ölfusi, en síðustu daga hefur Ölfusá þar runnið yfir bakka. Frosthörkur í síðustu viku mynduðu á þessum slóðum klakastíflu í ánni sem hefur verið mjög vatnsmikil síðustu sólarhringa vegna leysinga á hálendinu Meira

Óvissa Varðskip sigldi austur í gær. Óvissustigi hefur verið lýst yfir.

Rýma þurfti heimili 170 íbúa

Veðurstofa Íslands lýsti yfir óvissustigi á Austfjörðum vegna snjóflóðahættu sem tók gildi á hádegi í gær. Um 170 íbúum í Neskaupstað og á Seyðisfirði var gert að yfirgefa heimili sín en rýmingarnar tóku gildi klukkan 18 Meira

Sigríður Friðjónsdóttir

Fella ákvörðunina ekki úr gildi

Embætti ríkissaksóknara hyggst ekki fella úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki mennina sem játuðu að hafa tekið þátt í kynmökum þar sem brotið var gegn konu með andlega fötlun. Aðeins verður hægt að ákæra mennina ef rannsókn verður tekin upp að nýju Meira

Hveitibirgðir til eins mánaðar

„Þetta er ótrúlega sorglegt. Hér er einkaaðili sem sýnir áhuga á að byggja nýja hveitiverksmiðju á mjög heppilegum stað en opinber eftirlitsstofnun ber fyrir sig Evróputilskipun sem líklega á að breyta,“ segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson, … Meira

Búfjársjúkdómur Gin- og klaufaveiki leggst aðeins á klaufdýr. Meðal einkenna eru blöðrur og sár í munni, nösum, spenum og á milli klaufa.

Fylgist með ströngum ráðstöfunum

Gin- og klaufaveiki í Þýskalandi • Afstaða ráðherra óbreytt Meira

Þórður Snær Júlíusson

Þórður Snær til þingflokks Samfylkingar

Stjórn þingflokks Samfylkingar hefur ákveðið að ráða Þórð Snæ Júlíusson, 4. þingmann Reykjavíkur, sem framkvæmdastjóra þingflokksins. Þórður Snær hét því í aðdraganda kosninga að hann tæki ekki þingsæti næði hann kjöri, en áður höfðu gömul skrif hans, niðrandi um konur, komist í hámæli Meira

Íslenska Er í útrýmingarhættu, segir Margrét Tryggvadóttir.

Fleiri séu studdir með bókakaupum

Til lítils er að gefa út bækur rati þær ekki til lesenda, segir Rithöfundasamband Íslands (RSÍ). Úr þeim ranni eru komnar í samráðsgátt tillögur til hagræðingar í opinberum rekstri, samanber óskir ríkisstjórarinnar þar um Meira

Hestamaður „Ég hlakka ávallt til að fara í hesthúsið þar sem bíða mín áskoranir. Og ég er ekki hættur að keppa,“ segir Sigurbjörn í viðtalinu.

Ég vil alltaf koma á undan öðrum í mark

„Framfarir í hestamennsku á Íslandi síðustu árin hafa verið miklar, það er þróun sem hefur verið gaman að taka þátt í. Stöðugt fjölgar þeim sem stunda hestaíþróttir, sem njóta í dag þeirrar viðurkenningar sem vert er Meira

Flúðir Mikill fjöldi útlendinga starfar í garðyrkjunni þar.

Erlendir ríkisborgarar margir á Suðurlandi

Fjögur sveitarfélög á Suðurlandi eru í efstu sætunum yfir þær byggðir landsins þar sem hlutfallslega flestir erlendir ríkisborgarar eru skráðir og búa. Þetta sýna nýjar tölur frá Þjóðskrá sem miðast við 1 Meira

Kunnugleg flensa mallar af þunga

Hiti, hósti og höfuðverkur • Nokkrir hafa lent á spítala • Nóg til af bóluefni Meira

Súðavík Fjórtán fórust í snjóflóðinu sem féll 16. janúar 1995.

„Menn vildu ekki viðurkenna að þarna væri snjóflóðahætta“

Yfirmaður snjóflóðamála Veðurstofu 1995 segir kerfið hafa brugðist • Erfið samskipti við sveitarstjórn l  Áminning felst í flóðinu árið 2020 Meira

Grænland Danir hafa vanrækt skyldur sínar gagnvart Grænlandi.

Verði mesta utanríkiskrísa Dana

Grænland getur aldrei orðið algjörlega sjálfstætt ríki. Þetta sagði Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, í þætti TV2 í gær tileinkuðum framtíð Grænlands. Að mati Egede verður enn þá sterkt efnahagslegt samstarf á milli Danmerkur og Grænlands fái Grænlendingar sjálfstæði Meira

Undirbúningur Bandarískir hermenn ganga að bifreið hersins á götu í Washington-borg í gær, á meðan snjór fellur af himnum ofan umhverfis þá.

Trump tekur við embætti í kulda

Donald Trump tekur við keflinu af Joe Biden Bandaríkjaforseta • Athöfnin verður innandyra ólíkt fyrri árum • Leggur áherslu á gullöld Bandaríkjanna • Hyggst beita sér strax á fyrstu dögum embættis Meira

Raforka Orkuþörf landsmanna vex jafnt og þétt í takt við fólksfjölgun og atvinnuþróun, tækniframfarir og orkuskipti. Svo mjög að orkuskorts gætir.

Teikn um vatnaskil í virkjanamálum

Nýjustu snúningar í málum Hvammsvirkjunar kunna að tefja gerð hennar enn eina ferðina, en á hinn bóginn má vera að þeir verði til þess að flýta fyrir langþráðum breytingum á umhverfi orkuöflunar í landinu Meira

Bæjarstjóri Ég vil hafa áhrif á samfélagið, segir Sigríður Júlía um störf sín.

Ástin dró mig vestur

Ég blandaði mér í leikinn, segir Sigríður Júlía • Nýr bæjarstjóri Ísafjarðar • Miklar breytingar á Vestfjörðum Meira