Fastir þættir Þriðjudagur, 21. janúar 2025

Eitrað útspil V-Enginn

Norður ♠ KG1065 ♥ ÁD43 ♦ 103 ♣ 96 Vestur ♠ Á9843 ♥ 95 ♦ Á75 ♣ G74 Austur ♠ D2 ♥ KG10762 ♦ K64 ♣ 62 Suður ♠ 7 ♥ 8 ♦ DG982 ♣ ÁKD1053 Suður spilar 3G Meira

Svartur heldur jafntefli.

Skák

Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem fór fram í New York í Bandaríkunum 30. desember síðastliðinn. Samuel Sevian (2.693) hafði svart gegn Magnusi Carlsen (2.890) Meira

Gufubað Gufubað sem Dagur smíðaði inni i gömlu bátahúsi á bænum Leiðarhöfn á Vopnafirði vorið 2024 ásamt félögum sínum á teiknistofunni.

Áhersla á sjálfbæran arkitektúr

Dagur Eggertsson er fæddur 21. janúar 1965 í Reykjavík og sleit barnsskónum í Þingholtunum. Hann gekk í Ísaksskóla og síðar Hlíðaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég teiknaði mikið í æsku og stundaði námskeið frá barnsaldri í… Meira

Svanhildur Guðrún Leifsdóttir

50 ára Svanhildur ólst upp í Vogum á Vatnsleysuströnd og er í miðjunni af fimm systkinum. Hún er fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði og hefur starfað við sjávarútveg alla tíð, utan þess að hafa verið í sveit á sumrin á Bíldsfelli Meira

Af kind og Ferjukotssíki

Jón Jens Kristjánsson yrkir að gefnu tilefni: Viðsjált mun ef þeir sem vegi leggja stirðlega taka þá staðkunnugir vísa til þess er vel megi fara fyrir blinda augað svo bregða kíki á forgengi brúar yfir Ferjukotssíki Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Mánudagur, 20. janúar 2025

Fjölskyldan Frá vinstri: Erla, Ágúst Karl, Ásta Karen, Kristín Jóhanna og Ágúst.

Framtíðin er óráðin

Ágúst Karlsson er fæddur 20. janúar 1935 á Fáskrúðsfirði og þar voru heimkynni hans fram yfir tvítugt. „Auk útivinnu var til búdrýginda sjálfsaflabúskapur með kú og kindur svo sem algengt var í þá daga Meira

Af hrotum, tíma og kjörgögnum

Gunnar Hólm Hjálmarsson yrkir að gefnu tilefni: Í Kópavogi klúður var er kjörgögn skyldi velja. Í bráðakvelli bauðst þá svar frá Borgarnesi – að telja. Guðjóni Jóhannessyni varð ekki svefnsamt: Hvíldin eigi er mér trygg í il hef náladofa Meira

Laugardagur, 18. janúar 2025

Háls í Fnjóskadal.

Messur

AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Alda Björk Einarsdóttir. Kvöldmessa kl. 20. Séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar, organisti er Zsuzsanna Budai og félagar úr Kór Akraneskirkju leiða söng Meira

Fjölskyldan Stödd í safaríferð í Kenía árið 2006.

Viðhafnarmóttaka í pappakassa

Högni Óskarsson er fæddur í Danmörku 19. janúar 1945 og verður því áttræður á morgun. „Tilurð fjölskyldu minnar var háð tilviljunum. Faðir minn, sem var í Danmörku við sérnám í læknisfræði í upphafi seinni heimsstyrjaldar, afþakkaði boð um að sigla heim um Petsamo Meira

Af risum, geit og handbolta

Friðrik Steingrímsson yrkir að gefnu tilefni: Heimamenn og harðbýlingar harla litlu ráða fá, því að sunnan sérfræðingar síst af öllu hlusta' á þá. Dróttkveðinn handknattleikur er yfirskrift þessa erindis Gunnars J Meira

Föstudagur, 17. janúar 2025

Formaður LH Jón með Önnu Bretaprinssessu og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum árið 2002, en þá var Jón formaður Landssambands hestamannafélaga.

Hestamennskan stór hluti af lífinu

Jón Albert Sigurbjörnsson fæddist 17. janúar 1955 í Reykjavík. Hann ólst upp í Hlíðunum og stundaði íþróttir þar á æskuárunum og er því mikill Valsari. Amma Jóns, Kristín Gunnlaugsdóttir, var honum afar kær og tók hún virkan þátt í uppeldi hans Meira

Af brestum og skaðræðisfljóti

Jón Jens Kristjánsson heyrði af vatnsflóði við Kattarhryggi, þar sem ferðafólki var bjargað af þaki bíla. Hann leggur út af alkunnu kvæði Hannesar Hafsteins Við Valagilsá er hann yrkir: Hefur þú komið að Kattarhrygg þá hvíttyppta snjóbráðin flýtur… Meira

Fimmtudagur, 16. janúar 2025

Í Búlgaríu Leikfimihópur 5.15 eftir sýningu í Burgas haustið 2024.

Nýr heimur opnaðist með nýju námi

Sigríður Jónsdóttir fæddist 16. janúar 1950 í Reykjavík. „Við fluttum til Danmerkur 1951 vegna framhaldsnáms föður, bjuggum m.a. í Álaborg og Hróarskeldu, fluttum þaðan til Svíþjóðar, áður en siglt var heim með Gullfossi 1957 Meira

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

40 ára Bergþóra Snæbjörnsdóttir ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi og gekk í Ljósafossskóla alla sína grunnskólagöngu. Hún var ári á undan í skóla og flutti fimmtán ára til móðurömmu sinnar og -afa sem voru búsett á Selfossi svo hún gæti byrjað í Fjölbrautaskólanum þar Meira

Af kútter, leti og tölvupósti

Jón Jens Kristjánsson bregður á leik í limrum: Kaupmennska Friðjóns fag er en feill sem hann gerir í dag er að tönglast þar æ á Til eru fræ samt á hann þau ekki á lager. Ragnar er sjóinn rær um reyrði sig jafnan með snærum uns komst í þau fjandi á kútter frá Sandi og klippti í tvennt með skærum Meira

Miðvikudagur, 15. janúar 2025

Sviss Kjartan og dætur í skíðaferð í Andermatt síðasta vetur 2024.

Líflegur fjölskyldumaður og gæfusamur stjórnandi

Kjartan Örn Sigurðsson fæddist 15. janúar 1975 í Reykjavík og ólst upp í Seljahverfinu. Frá níu ára aldri og fram á unglingsár dvaldi Kjartan á sumrin á Hvítanesi í Skilmannahreppi, þar sem hann starfaði sem vinnumaður hjá hjónunum Margréti Magnúsdóttur og Marinó Tryggvasyni Meira

Árný Huld Haraldsdóttir

40 ára Árný Huld er fædd og uppalin á Hólmavík. Hún lauk stúdentsprófi af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Að því loknu stundaði hún nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, Ferðamálaskólann og Flugskóla Íslands Meira

Af viti, kjafti og fótbolta

Ólafur Ingimarsson lýsir því sem margir fótboltaáhugamenn kannast við: Fótboltinn er heljar hark af honum vil ei missa. Alltaf skulu skora mark ef skýst ég fram að pissa. Fía á Sandi eða Hólmfríður Bjartmarsdóttir kastar fram: Oft er vit í orðin… Meira